42 milljónum úthlutað til menningarverkefna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum

Menningarráð Eyþings hefur úthlutað 42 milljónum króna til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.

Menningarráð Eyþings hefur úthlutað  42 milljónum króna til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.

Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er verkefnastyrkjum og þriðja árið sem úthlutað er stofn- og rekstrarstyrkjum (styrkjum sem alþingi veitti áður) samkvæmt samstarfssamningi um menningarmál milli mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og sveitarfélaga í Eyþing.

Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er verkefnastyrkjum samkvæmt samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.  Menningaráðinu bárust samtals 130 umsóknir um verkefnastyrki þar sem sótt var um rúmar 85,5 milljónir króna og hljóta 66 verkefni  styrk að upphæð 29 milljónir króna. Heildarkostnaður við verkefnin er 422,5 milljónir króna.

Auk þess hefur Menningarráð Eyþings úthlutað fjármagni til stofn- og rekstrarstyrkja (styrkir sem alþingi veitti áður) frá árinu 2012.  Í ár bárust 26 umsóknir, sótt var um 53 milljónir. Úthlutað er 13 milljónum til 13 aðila á starfssvæði Eyþings.

Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningaleg sérkenni svæðisins.  Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna, verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina, verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu og verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviði menningar og lista.

Hér má finna upplýsingar um verkefnastyrki 2014.

Hér má finna upplýsingar um stofn- og rekstrarstyrki 2014.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744