21 stúdentar útskrifuðust frá FSH

Laugardaginn 26. maí sl. var 21 stúdent útskrifaður frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju.

21 stúdentar útskrifuðust frá FSH
Almennt - - Lestrar 475

Nýstúdentar frá FSH 2018 ásamt skólameistara.
Nýstúdentar frá FSH 2018 ásamt skólameistara.

Laugardaginn 26. maí sl. var 21 stúdent útskrifaður frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju.

Dagskrá útskriftar stýrði Ingólfur Freysson kennari. Tónlistarflutningur var bæði í höndum kennara við Tónlistarskóla Húsavíkur og nemenda FSH en kennararnir Andres Olema og Liisa Allik sáu um forspil auk þess sem þau fluttu eistneskt popplag og nemendurnir Guðrún María Guðnadóttir og nýstúdent Ágúst Þór Brynjarsson fluttu þrjú lög. 

Hátíðarræður voru fluttar af Herdísi Þ. Sigurðardóttur skólameistara og Halldóri Jóni Gíslasyni aðstoðarskólameistara en ræðu nýstúdents flutti Iðunn Bjarnadóttir. Ingvar Björn Guðlaugsson flutti ræðu 10 ára stúdents og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri flutti ræðu 20 ára stúdents. Eftir athöfnina var gestum boðið að þiggja veitingar á kennarastofu skólans. (fsh.is)

Hulda Ösp Ágústsdóttir var með hæstu meðaleinkunn nýstúdenta í ár.

FSH 2018

Nýstúdentar ásamt Herdísi Þ. Sigurðardóttur skólameistara FSH.

Ljósmynd Hörður Jónasson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744