17. júní hátíðarhöldin á Húsavík

Það skiptust á skin og skúrir í veðrinu á Húsavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

17. júní hátíðarhöldin á Húsavík
Almennt - - Lestrar 536

Fjallkonan Emelíana ásamt tveimum systkina sinna.
Fjallkonan Emelíana ásamt tveimum systkina sinna.

Það skiptust á skin og skúrir í veðrinu á Húsavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Dagskrá þjóðhátíðardagsins hófst í morgun þegar fánar voru dregnir að húni.

17. júní sundmót Völsungs var að venju haldið í sundlauginni um morguninn og guðþjónusta var í Húsavíkurkirkju.

Eftir hádegi hópaðist fólk saman á íþróttavellinum þar sem boðið var upp á andlitsmálun, seldar blöðrur ofl. í þeim dúr.

Frá vellinum var síðan gengið í skrúðgöngu að íþróttahöllinni þar sem hátíðardagskráin fór fram.

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings flutti hátíðarræðuna og fjallkona var Emilíana Brynjúlfsdóttir nýstúdent frá FSH.

Utanlandsfarar í 3 og 4 flokki karla í knattspyrnu sáu um kaffisölu ásamt foreldrum sínum.

Með því að smella á myndirnar hér að neðan er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

 17. júní á Húsavík 2018.

Þessir tveir ungu knapar fóru fyrir skrúðgöngunni á fákum sínum.

17. júní á Húsavík 2018.

Guðrún Dís Emilsdóttir var vel græjuð í skrúðgöngunni með börnum sínum en það gekk á með skúrum á meðan gengið var.

17. júní Húsavík 2018

    Stormað eftir Garðarsbrautinni.

17. júní á Húsavík 2018.

 Kristján Þór Magnússon flutti hátíðarræðuna.

17. júní á Húsavík 2018.

Það var vel mætt í höllina.

17. júní á Húsavík 2018.

Fjallkonan Emelíana Brynjúlfsdóttir.

17. júní á Húsavík 2018.

Friðrika Bóel Jónsdóttir lék og söng nokkur lög.

17. júní á Húsavík 2018.

Boðið var upp á leiki og fleira skemmtilegt.

17. júní á Húsavík 2018.

Félagar úr Hestamannafélaginu Grana mættu með hesta sína að venju og teymdu undir börnunum. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744