16 daga átak Soroptimista gegn ofbeldi

Ţann 25. nóvember hófu Soroptimistar á Íslandi 16 daga átak gegn ofbeldi, fjórđa áriđ í röđ.

16 daga átak Soroptimista gegn ofbeldi
Ađsent efni - - Lestrar 73

Ţann 25. nóvember hófu Soroptimistar á Íslandi 16 daga átak gegn ofbeldi, fjórđa áriđ í röđ.

Ađ ţessu sinni nefnist átakiđ ,,Ţekktu rauđu ljósin” og beinist ađ ţví ađ vekja athygli á vísbendingum um ýmis konar ofbeldi og hvert má leita ef slíkar vísbendingar eru til stađar.
 
Soroptmistar víđsvegar um landiđ leggja sig fram um ađ vekja athygli á átakinu međ ýmsum hćtti. Soroptimistar á Húsavík og nágrenni munu m.a. koma fyrir upplýsingum um ,,rauđu ljósin” á áberandi stöđum, stóđu fyrir ljósagöngu frá Húsavíkurkirkju kl. 17.00 föstudaginn 25. nóvember og komu fyrir appelsínugulum fánum og lýsingum víđsvegar um bćinn en appelsínugult er einkennislitur ţessa átaks.

Auk ţess voru seld appelsínugul blóm og rennur ágóđinn til stofnana sem fara međ málefni kvenna sem orđiđ hafa fyrir ofbeldi.
Á hverju ári höfum viđ líka fengiđ til liđs viđ okkur öflugar konur til ađ skrifa pistil í tilefni átaksins.

Pistilhöfundur okkar er ađ ţessu sinni Soffía Gísladóttir og fer pistill hennar hér á eftir. Viđ ţökkum öllum sem hafa lagt okkur liđ viđ ţetta verkefni og hvetjum sem flesta til ađ taka ţátt og gera appelsínugula litnum hátt undir höfđi 16. nóv til 10. des og hjálpa okkur ţannig ađ vekja athygli á málefninu.
 
Soroptimistar hafna ofbeldi!
 
F.H. Soroptimistaklúbbs Húsavikur og nágrennis
Harpa Ţ. Hólmgrímsdóttir.
 
Rauđu ljósin
 
Á hverju ári, frá 25. nóvember til 10. desember, vekja Soroptimistar athygli á baráttunni gegn ofbeldi og hvetja okkur um leiđ til ađ vera á varđbergi gagnvart rauđu ljósunum – viđvörunarljósunum. Ţađ er ţakkarvert ađ Soroptimistar skuli frá ári til árs halda ţessu verkefni á lofti ţví opin umrćđa er forvörn í sjálfu sér. Ég hef í nćr ţrjátíu ár notađ hamingjuna sem hugtak í starfi mínu međ fólki í
uppbyggingarferli og mig langar hér í ţessum greinarstúfi ađ gera hana ađ umfjöllunarefni viđ baráttuna gegn hvers konar ofbeldi.
 
Hamingjan snýst um margt, en fyrst og fremst um daglega vellíđan og jafnvćgi í lífinu, bćđi í eigin kinni og í samskiptum viđ ađra. Hamingjan snýst um ađ njóta lífsins í ţví umhverfi sem viđ búum, ađ koma auga á og njóta litlu hlutanna. Ţađ er gott og hollt ađ hafa hamingjuna ađ leiđarljósi ţegar viđ erum ađ glíma viđ stórar og alvarlegar áskoranir sem ofbeldi svo sannarlega er.
Öll viljum viđ búa viđ öryggi bćđi inni á heimilinu sem og í samfélagi okkar.
 
Í samfélagi sem einkennist af velvild og góđmennsku sem er laust viđ ofbeldi af öllum toga, svo sem andlegu, líkamlegu, kynferđislegu, fjárhagslegu og síđast en ekki síst stafrćnu ofbeldi. Ţegar vakin er athygli á rauđu ljósunum og okkur kennt ađ bera kennsl á ţau er jafn mikilvćgt ađ horfa einnig í gagnstćđar áttir sem innibera virđingu fyrir einstaklingum af öllum kynjum og kynţáttum, virđingu fyrir skođunum ţeirra og sjálfstćđi, virđingu fyrir líkama ţeirra og hugsunum, sérkennum, veikleikum og styrkleikum.
 
Kannski finnst einhverjum ţađ léttvćgt ađ einblína á hamingju ţegar veriđ er ađ fjalla um ofbeldi og baráttuna gegn ţví, en hvađ er mikilvćgara fyrir einstaklinga sem eru ađ brjótast út úr ofbeldissamskiptum ađ sjá ljósiđ viđ endann á göngunum? Ţeir ţurfa ađstođ viđ ađ endurhugsa veruleikann, greina líđan sína og ţá er mikilvćgt ađ hafa góđu gildin, sem einkenna hamingjuna, í huga.
Viđ skulum öll sem eitt sameinast í baráttunni fyrir bćttum samfélögum međ ţví ađ hafna hvers konar ofbeldi. Ţví fleiri sem leggja sitt lóđ á vogarskálirnar í ţessu mikilvćga verkefni ţví betri verđur árangurinn.
 
Soffía Gísladóttir,
Bćjarfulltrúi Norđurţingi og sérfrćđingur hjá Vinnumálastofnun

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744