120 keppendur á KrakkablakmótiÍţróttir - - Lestrar 310
Blakdeild Völsungs hélt Krakkablaksmót í Íţróttahöllinni á Húsavík um sl. helgi 14. og 15. mars
Í vetur hafa ríflega 30 krakkar ćft krakkablak í yngri og eldri flokki hjá Völsungi. Í september tóku stelpurnar í 4. flokki ţátt í Íslandsmóti ,en nćsta mót fyrir flokkana er ekki fyrr en um miđjan maí. Ţví kom sú hugmynd upp í haust ađ halda eitt mót á miđjum vetri fyrir iđkendur á norđur- og austurlandi og buđust viđ til ţess ađ sjá um ţađ mót.
Ţátttakendur um helgina komu, auk Völsunga frá Ţrótti á Neskaupsstađ, KA Akureyri, Hugin á Seyđisfirđi og Einherja á Vopnafirđi , alls um 120 keppendur. Keppt var í 4. og 5 .flokki í mismunandi stigum, eđa eftir aldri og getu iđkenda. Mismunandi blakreglur gilda milli stiga en ađeins eru 4 leikmenn inni á vellinum í einu.
Vegna slćmrar veđurspár voru gestirnir okkar komnir til Húsavíkur um miđjan dag á föstudag. Mörg ţeirra nýttu tímann og fóru í göngutúr um bćinn eđa í sund en Norđurţing bauđ öllum ţátttakendum í Sundlaugina.
Keppni hófst á laugardagsmorgun og var spilađ vel fram eftir degi, á fjórum völlum í senn, alls 56 leikir. Á sunnudeginum var spilađ fram undir hádegi eđa alls 24 leikir.
Krakkarnir gistu í Borgarhólsskóla og ţar var einnig bođiđ upp á mat í flotta matsal skólans.
Mikil ánćgja var međ matinn sem bođiđ var upp á, fjölbreytileika og gćđi.
Stelpurnar í eldri flokki Völsungs sáu um kvöldvöku og diskó á laugardagskvöldinu sem fór mjög vel fram og vakti mikla lukku og eiga ţćr hrós skiliđ viđ framtakiđ.
Gestirnir okkar voru mjög ánćgđ međ helgina, krakkarnir höfđu gaman ađ ţví ađ heimsćkja nýjan bć og kynnast nýjum krökkum, bćđi innan vallar sem utan.
Foreldrar Völsungsbarna sáu um gćslu í skólanum allan sólarhringinn, stóđu vaktir í eldhúsinu, sinntu dómgćslu á keppnisvöllum og í lokin sáu um ţrif á ţví húsnćđi sem viđ höfđum til afnota.
Ţau eiga miklar ţakkir skildar fyrir sitt vinnuframlag, ţví án ţeirra hjálpar gćtum viđ ekki stađiđ fyrir svona móti.
Ekki má gleyma öllum krökkunum sem tóku ţátt, leikgleđin var í fyrirrúmi og ţau sýndu miklar framfarir međ hverjum leik.
Sérstakar ţakkir eru veittar eftirtöldum ađilum fyrir ómetanlegan stuđning og ţeirra framlag viđ Krakkamót Blakdeildar Völsungs;
Borgarhólsskóli
Norđurţing – Sundlaug Húsavíkur
Norđlenska
Samkaup – Kaskó Húsavík
Nćsta mót fyrir hópinn er Íslandsmót í 4. og 5. flokki sem haldiđ verđur 9. – 10. maí í Kórnum í Kópavogi og stefnum viđ á ţátttöku ţar.
Međ góđri kveđju
Fh. Blakdeildar
Dagbjört Erla, Erla Bjarna, Jóna Matt og Lúđvík.