Fjölmenni á 100 ára afmćlishátíđ Verkakvennafélagsins VonarAlmennt - - Lestrar 632
Ţennan dag, 28. apríl áriđ 1918 var Verkakvennafélagiđ Von stofnađ á Húsavík og er ţví orđiđ 100 ára.
Framsýn, stéttarfélag stóđ af ţessu tilefni fyrir glćsilegum afmćlisfagnađi í dag í Menningarmiđstöđ Ţingeyinga.
Ađalsteinn Á. Baldursson, formađur Framsýnar opnađi hátíđina međ stuttu ávarpi og stýrđi síđan dagskránni eins og honum einum er lagiđ.
Ósk Helgadóttir varaformađur Framsýnar, flutti magnađ ávarp ţar sem hún fór yfir ađdragandann ađ stofnun Vonar og rakti sögu félagsins. Björg Pétursdóttir var ein af stofnendum Vonar og ţađ var ţví vel til fundiđ ađ í dag kom út bók međ ljóđum eftir hana.
Sérstakur gestur hátíđarinnar, Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra fékk afhent fyrsta eintakiđ og flutti hún stutt ávarp viđ ţađ tćkifćri.
Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra.
Langa langa langömmubarn Bjargar, hún Klara Hrund Baldursdóttir steig í pontu og flutti ljóđ eftir formóđur sína af miklu listfengi. Afi Klöru, Birgir Ţór Ţórđarsson ávarpađi samkomuna fyrir hönd afkomenda Bjargar sem stóđu ađ útgáfu bókarinnar.
Birgir Ţór Ţórđarson.
Kvennakór Húsavíkur undir stjórn Hólmfríđar Benediktssdóttur bauđ upp á tónlistaratriđi viđ undirleik Steinunnar Halldórsdóttur.
Hjónakornin Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson luku dagskránni međ nokkrum hressandi lögum. Ađ dagskrá lokinni var opnuđ ljósmyndasýning međ myndum af konum viđ störf á tímum Verkakvennafélagsins Vonar. Og ađ sjálfsögđu var bođiđ upp á kaffi og međ ţví.
Framsýn notađi tilefniđ til ađ gefa nokkrar góđar gjafir eins og venja er í afmćlum. Stéttarfélagiđ fćrđi Kvenfélagasambandi S-Ţingeyinga 150 eintök af ljóđabók Bjargar og afkomendum hennar fengur 100 eintök ađ gjöf.
Ţá gaf Framsýn, Menningarmiđstöđ Ţingeyinga hljóđkerfi ađ verđmćti 200 ţúsund og nokkur eintök af bókinni fyrir bókasöfnin í sýslunni. Ţađ var Sif Jóhannesdóttir, forstöđumađur Menningarmiđstöđvarinnar sem veitti gjöfinni viđtöku.
Ţá gafst gestum sem voru á á ţriđja hundrađ einng fćri á ţví ađ eignast bók en fólk hafđi fólk orđ á ţví ađ vel hafi tekist til og ţessum tímamótum hafi veriđ minnst á fallegan og viđeigandi hátt. /epe (framsyn.is)
Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.