,,Menn verða að þora að þora,,Almennt - - Lestrar 288
Framsýn stóð fyrir áhugaverðum fundi í gær um atvinnumál. Gestur fundarins var Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík.
Guðbjartur fór yfir starfsemi fyrirtækisins sem hefur vaxið hratt á undanförum árum. Guðbjartur spáði því að svo yrði áfram enda almennt mikil vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi.
Norðursigling væri þegar með öfluga starfsemi á Húsavík auk þess sem fyrirtækið væri að prófa sig áfram með starfsemi á Grænlandi, Noregi og á Hjalteyri við Eyjafjörð hluta úr ári.
Með þessari útrás væri Norðursigling að dreifa áhættunni í rekstrinum. Hann nefndi þó nokkrar ógnanir við hvalaskoðun frá Húsavík s.s. fækkun hvala í flóanum, utanaðkomandi samkeppni, gengisþróun, breytt hegðun ferðamanna, náttúruhamfarir og breytingar á lögum og reglugerðum.