Uppskrift af Mantı fr Ingu Bjrk

Inga Bjrk Hafliadttir tk vi uppskriftakeflinu af Stellu Solis en ekkert verur r tyrkneska lambinu sem Stella minntist . En rtturinn er samt

Uppskrift af Mantı fr Ingu Bjrk
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 831 - Athugasemdir (0)

Inga Björk Hafliðadóttir tók við uppskriftakeflinu af Stellu Solis en ekkert verður þó úr tyrkneska lambinu sem Stella minntist á. En rétturinn er samt tyrkneskur og í miklu uppáhaldi hjá Ingu Björk, sérstaklega ef hann heimatilbúinn.

 

 

 

Inga Björk segir að á Ítalíu myndi þetta heita tortellini en á tyrknesku heita þessar deigtöskur "mantı"(ı er tyrkn. i án punkts). En svona er uppskriftin sem er fyrir 4-6 manns og tekur það um tvo tíma allt í allt að elda þennan rétt sem Mantı  nefnist.

 

Mantı.

Deig:

375 g hveiti

1 egg

vatn

Blanda eggi í hveitið og bleyta í með vatni. Hnoða deigið mjög vel þangað til það er þétt. Skipta deiginu í 2 hluta og láta bíða í hálftíma.

Fylling:

1 laukur

250 nautahakk

2 msk fersk steinselja, hökkuð

salt, pipar

3 msk rósapaprikukrydd (frekar sterkt paprikukrydd)

Saxið laukinn smátt og blandið saman við hakkið ásamt steinselju og kryddi.

Breiðið deigið vel út, hafið það sirka 2 mm. þunnt. Skerið út sirka 3x3 cm langa

ferninga.

Setjið smá hakkfyllingu á hvern ferning og lokið deigtöskunni vel með fingrunum.

Þetta tekur smá tíma en borgar sig.

Setjið vatn í stóran pott og látið suðuna koma upp, saltið og látið deigtöskurnarofan í og sjóðið í 10-15 mín.

Sósa: (Punkturinn yfir i´ið)

4 hvítlauksrif

salt

600 g hrein jógúrt

3 msk smjör

1 tsk rósapaprikukrydd

Merjið hvítlaukinn og setjið í jógúrtina. Salta eftir smekk.

Bræðið smjörið á pönnu og setjið paprikunukryddið í. (Best að gera þetta þegartöskurnar eru tilbúnar)

Þegar deigtöskurnar eru soðnar er vatninu hellt af. Sett á diska, jógúrtsósa ofan á og að lokum paprikusmjör, að vild, látið dropa ofan á.

Verði ykkur að góðu,

afiyet olsun&Guten Appetit

Næst ætla ég að skora á hana Unni systur. Vonast til að fá uppskrift af einhverju góðgæti frá henni :)

Kær kveðja frá Þýskalandi,

Inga Björk.

 

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744