Saltfiskur sjkokksins

a er nokku langt um lii san sasta uppskrift birtist en menn virast bara hafa veri uppteknir vi anna en a senda inn uppskriftir. Eirkur

Saltfiskur sjkokksins
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 824 - Athugasemdir (0)

Eirkur Gumundsson
Eirkur Gumundsson

Það er nokkuð langt um liðið síðan síðasta uppskrift birtist en menn virðast bara hafa verið uppteknir við annað en að senda inn uppskriftir. Eiríkur Guðmundsson kemur til bjargar og sendi inn uppskrift í Gott í gogginn að þessu sinni. Eiríkur sem nú býr á Akureyri starfar sem matsveinn á skuttogaranum Björgvin EA og uppskrift hans ber nafnið Saltfiskur sjókokksins.

 

 

 

 

 

 

 

Saltfiskur sjókokksins

800 gr Saltfiskur bein og roðlaus (vel útvatnaður)

1 stk laukur saxaður

4 rif hvítlaukur söxuð

1 stk rauður chilli saxaður smátt

1 dós tómatar hakkaðir

2 msk tómatpurre

½ rauð paprika skorin í teninga

½ græn paprika skorin í teninga

Svartur pipar

½ mskTimjan

½ msk Rósmarin

Skvetta af Brandy eða Cocnac

20 stk Svartar ólífur

2 msk Steinselja

Aðferð:

Laukur og hvítlaukur léttsteikt í olíu , hakkaðir tómatar og purre sett útí og soðið smá stund kryddað með svörtum pipar timjan og rósmarin, sósan sett í eldfast mót.

Saltfiskinum velt uppúr hveiti og steiktur í vel heitri olíu í ca 3-4 mín á hvorri hlið og settur í eldfasta mótið, paprika, púrrulaukur og chilli sett útí olíuna sem fiskurinn var steiktur í  og létt steikt, brandy eða cocnac sett útá pönnuna og soðið í smá stund, blandan sett yfir fiskinn og ólífurnar skornar í tvennt og settar útá,sett ínní 200 gráðu heitann ofn í 5 mín,  steinselju stráð yfir.

Borið fram með góðu salati og nýbökuðu brauði.

Verði ykkur að góðu.

Eiríkur skorar á annan brottfluttann húsvíking, Arnar Matthíasson, að koma með næstu uppskrift


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744