Pnnusteiktur tnfiskur me wasabi kartflustppu

Hr kemur ein sjandi heit uppskrift fr Bjssa hennar Kollu minnar Kben en hann var svo gur a elda etta handa okkur gellunum egar vi systur

Pnnusteiktur tnfiskur me wasabi kartflustppu
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 864 - Athugasemdir (0)

Systir  Kben
Systir Kben
Hér kemur ein sjóðandi heit uppskrift frá Bjössa hennar Kollu minnar í Köben en hann var svo góður að elda þetta handa okkur gellunum þegar við systur sóttum þau hjónaleysin heim í nóvember síðastliðnum.

Ég mæli svo sannarlega með þessari uppskrift því þetta var alveg óhemju gott hjá stráknum!




Pönnusteiktur túnfiskur með wasabi kartöflustöppu

f. 4

4 túnfiskssteikur
Teriyaki sósa
4 vorlaukar
Ferskt kóríander
1 lime
Soya sósa
800 gr kartöflur (10-12 kartöflur ca)
Wasabi paste
40 gr ósaltað smjör
Salt og pipar

Ég hef aldrei prófað að elda þetta sjálf en tek bara lýsinguna á þessu frá honum Bjössa: Byrjið á því að salta og pipra steikurnar eftir smekk. Hitið pönnuna þangað til að hún er sjóðandi heit og setjið þá ólífuolíu út á. Steikið túnfiskinn í 1 mínútu á hvorri hlið (fyrir medium rare - sem ég mæli með) – passið ykkur bara að steikja hann ekki of mikið því þá verður hann vondur, rétt eins og nautið.

Ég hef aldrei keypt neitt nema niðursoðinn túnfisk hér á Íslandi en hef séð frosnar steikur bæði í Hagkaup og Bónus á Akureyri – og þær voru ekki dýrar minnir mig.

Verið búin að sjóða kartöflurnar og flysja. Stappið þær svo (Bjössa finnst gott að hafa stöppuna eilítið tjönkí og ég verð að vera sammála) og bætið bræddu smjörinu saman við og svo wasabi peistinu. Passið ykkur á því að wasabi er sterkast í heimi þannig að það er gáfulegast að smakka sig áfram. Saltið og piprið eftir smekk.

Ég veit ekki hvort að það er hægt að fá svona wasabi paste hér á hjara veraldar og einnig er ég ekki viss um að allir vilji endilega nota það – sé allavega ekki Hreidda Olgeirs fyrir mér að borða wasabi kartöflumús – þannig að ég held að þessi uppskrift sé alveg góð þótt að því sé sleppt. En auðvitað setur það mikinn svip á þessa máltíð samt sem áður og ég mæli með að fólk reyni að nota það.

Skerið niður laukinn og kóríanderið og setjið það í skál. Kreistið safa úr heilli límónu (lime) út í og hellið jafnmiklu magni af soyasósu yfir þetta. Blandið vel saman og geymið í ísskáp í 30-60 mínútur.

Hellið Teriyaki sósu í pott og hitið upp.

Þá er komið að því að bera þetta fram; setjið kartöflustöppu á miðjan diskinn og setjið steikina ofan á. Setjið svo laukblöndu yfir túnfiskinn og hellið að lokum Teriyaki sósunni yfir steikina og um diskinn – og verði ykkur að góðu!

Ég læt þetta duga í bili en á örugglega eftir að skrifa eitthvað meir um þessa ferð okkar systra síðar meir.

Olga Hrund

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744