Nautalund a htti Stjna

Kristjn Arnarson tk skorun rnu mgkonu sinnar og sendi inn uppskrift a nautalund sem verur a koma fr hlandahfingjanum rbt.

Nautalund a htti Stjna
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 870 - Athugasemdir (0)

Nautahjr fr Konna
Nautahjr fr Konna

Kristján Arnarson tók áskorun Örnu mágkonu sinnar og sendi inn uppskrift að nautalund sem verður að koma frá hálandahöfðingjanum í Árbót.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1 nautalund  (  Galloway frá Konna í Bót )

 

Lundin tekin út úr kæli kvöldið fyrir notkun og látin standa í eldhúshita.

Brúnuð á heitri pönnu eða grilli 4-6 tímum fyrir eldun.  Krydduð með salti,

pipar og Ítölsku Pottagaldra hvítlaukskryddi.

Sett í kæli.

Steikt í ofni við 190°c í 15-17 mín. Vefja inn í álpappír og látnar standa í

15-20 mín.

Piparsósa:

2 bréf piparsósa hrærð út í köldu vatni ca. 3 dl og soðin upp.

Bæta í nautakrafti, sykri, Púrtvíni og smá piparblöndu ef þurfa þykir.

Bakaðir kartöflutoppar:

Sjóða kartöflur og flysja og stappa  vel saman. Smá smjöri, matarolíu, salt,

pipar og smá villijurtir frá pottagöldrum bætt saman við.

Kartöflumaukinu sprautað í turna og bakaðir í 25-30 mín við 190°c eða þar

til þeir eru farnir að brúnast vel.

 

Gufusjóða Brokkoli og Blómkál með.

Einnig gott að vera með smjörsteikta sveppi og gráðosta fyllta tómata.

Hvítlaukssósa Jóa Fel er líka ómissandi með þessu.

 

Skora á Jónas Hallgrímson helsta stuðningsmann FÖAAB ( með kveðju frá þeim

félögum er koma reglulega í kaffi til hans í HLAÐ ) að koma með næstu uppskrift.

Verði ykkur að góðu.

Kveðja,Kristján

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744