Lfi er tnfiskur

g elska tnfisk. g gti bora hann alla daga. Fyrir mr er hann svolti eins og kjklingur, hgt a gera allt mgulegt me hann og hann er alltaf

Lfi er tnfiskur
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 585 - Athugasemdir (0)

J, lfi er sko tnfiskur
J, lfi er sko tnfiskur
Ég elska túnfisk. Ég gæti borðað hann alla daga. Fyrir mér er hann svolítið eins og kjúklingur, hægt að gera allt mögulegt með hann og hann er alltaf góður. Sú er allavega mín reynsla. Ég til dæmis elska allskonar pastarétti með túnfiski, fersk salöt með honum og ekki má nú gleyma gamla góða majones salatinu (sem er samt eiginlega meira orðið bara sýrður rjómi og smá léttmajones því majones er bara alls ekki inn lengur), ég elska ferskar túnfisksteikur og, eins og allir sem mig þekkja vita vel, þá síðast en ekki síst elska ég túna subbann á Subway gjörsamlega út af lífinu.

Ég kynntist Subway þegar ég bjó í Seattle á því herrans ári 1994, labbaði reyndar nokkrum sinnum framhjá honum til að byrja með því ég hélt að þetta væri stoppistöð í neðanjarðarlest – svona var maður nú ungur og óreyndur þá. En eftir að ég hætti mér inn að athuga með þetta tókust með okkur góð kynni sem síðan hafa haldist traust og trygg í öll þessi ár og hef ég mikla trú á að þetta sé samband sem muni vara alla tíð. Þetta er reyndar svolítið einhæft samband því aðeins einu sinni hef ég fengið mér eitthvað annað en túnfiskbát á öllum þessum árum en þá var ég líka nálægt gráti yfir að hafa ekki bara fengið mér túnfiskinn, svo það hef ég gert síðan og elska hann alltaf jafnmikið. Minn eini sanni hljómar svona: sex tommu túnfiskur á hvítu með miklu káli, rauðlauk, papriku, tómötum og smá salti og pipar; fullkomnun! Uppi á vegg á Subway staðnum í hverfinu mínu í Seattle hékk landakort og það voru títuprjónar á þeim stöðum þar sem fyrir var að finna Subway staði.  Ég man það sem það hafi gerst í gær þegar ég sá að það var kominn títuprjónn á Ísland, þvílík og önnur eins gleði! Það var nefnilega enginn Subwaystaður á landinu góða þegar ég hélt utan en fyrsti staðurinn var sem sagt opnaður í Keflavík, minnir mig, einhverntímann þarna líklega snemma á árinu 1995. Og sem betur fer hefur þeim bara fjölgað síðan og þótt ég myndi vita fátt yndislegra en að fá einn Subway stað hingað til Húsavíkur þá næ ég alveg að lifa ágætis lífi með næsta stað á Akureyri. Guð blessi Subway!


Linda vinkona mín Más kenndi mér eina snilldar uppskrift fyrir mörgum árum og ég hef síðan kennt mörgum hana sem svo örugglega hafa kennt enn fleiri hana þannig að ég er viss um að hún lifir góðu lífi, uppskriftin súarna. Þetta er einfaldasta uppskrift í heimi en svo ótrúlega góð að það hálfa væri nóg og jú, það er túnfiskur í henni. Hún hljóðar svona: sjóddu pasta eftir leiðbeiningum á pakkanum (ég vil helst hafa einhver rör eða skeljar í þessari uppskrift), opnaðu eina til tvær dósir af túnfiski og eina krukku af fetaosti (minn uppáhalds núna er þessi nýi græni með hvítlauk og kóríander) og blandaðu svo öllu saman þegar þú ert búinn að sjóða pastað og láta vatnið renna af því. Ég myndi nú ekki nota alla krukkuna af fetaostinum en það er svo sem bara smekksatriði, bara passa að ofgera ekki olíunni. Þetta er líka svona uppskrift sem er aldrei alveg eins, stundum set ég túnfiskinn aðeins á pönnu og bræði smá feta út í hann áður en ég blanda þessu saman en það má líka bara henda þessu beint á pastað. Þetta er svo ótrúlega gott og er jafnvel betra daginn eftir, þannig að það er gott að gera bara yfirdrifið nóg! Þetta er sko alls engin diet-uppskrift skal ég segja ykkur og mjög gott er að hafa með þessu hvítlauksbrauð og kók – en ég vara ykkur við, maður borðar alltaf yfir sig af þessum rétti. Allavega ef maður elskar túnfisk!

Ég á margar fleiri uppskriftir að túnfiskréttum en ég ætla að leyfa þeim að bíða betri tíma og segja þetta gott í bili.


TúnfiskKveðja,
Olga Hrund

  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744