Lambalri franska vsu og himnesk skkulaikaka

Jja, er komi a rum pistlinum hr matarhorninu mnu og akka g fyrir mjg gar vitkur, hr sunni sem og annarsstaar. a vri mjg gaman

Lambalri franska vsu og himnesk skkulaikaka
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 981 - Athugasemdir (0)

Lambalri r Klambraseli elda  franska vsu.
Lambalri r Klambraseli elda franska vsu.

Jæja, þá er komið að öðrum pistlinum hér í matarhorninu mínu og þakka ég fyrir mjög góðar viðtökur, hér á síðunni sem og annarsstaðar. Það væri mjög gaman að fá að heyra ef þið hafið prófað eitthvað af uppskriftunum og þið megið endilega vera dugleg að skilja eftir athugasemdir hérna fyrir ofan.

 

 

 

Það er nú kannski ekki gáfulegast að vera setja inn matarpistil nú seint að kveldi Sprengidags þegar það síðasta sem flestir vilja líklega hugsa um er matur – en ég geri það nú bara samt, þið ráðið hvort þið lesið hann núna eða þegar þið verðið búin að jafna ykkur á ofáti dagsins.

 

Síðastliðið laugardagskvöld héldum við annað matarboð í Sólbrekku 29 og í þetta skiptið buðum við stórfrænku okkar henni Kristjönu Maríu og manninum hennar, honum Simma í Múrbúðinni, og auðvitað Rebekku dóttur þeirra. Málið er nefnilega það að í gegnum tíðina höfum við fengið að heyra ýmsar sögur af honum Simma en alltaf bara frá Kristjönu, aldrei Simma sjálfum, og flestar þeirra alveg kostulegar. Okkur fannst því kominn tími til að leyfa Simma að segja sínar hliðar á öllum þessum sögum – og svona í stuttu máli sagt þá voru þau ekki mjög sammála. Ég ætla nú svo sem ekkert að fara segja þessar sögur hér – en ég mæli alveg með að þið bjóðið þessum hjónaleysum í mat, ykkur mun svo sannarlega ekki leiðast, því lofa ég. Aðrir matargestir voru Haffi bróðir, Ella mágkona og dætur þeirra Heiðdís og Lea Hrund,og svo þríeykið við Anna Heba, Kristel Eva og ég. 

Ég slapp reyndar mjög vel frá eldamennskunni þetta kvöldið því að hún Ella mágkona sá um aðalréttinn og ég skipaði mömmu gömlu að baka fyrir mig súkkulaðiköku í eftirrétt. En svona til að gera eitthvað þá ákvað ég að prófa að búa til guacamole í fyrsta skipti – og það heppnaðist alveg sérstaklega vel, þótt ég segi sjálf frá. Ég nefnilega sá svo sniðugan bakka úti í búð sem innihélt allt sem maður þarf til að búa til guacamole og meira að segja uppskrift að því aftan á.  Ég var sem sagt með tvö ágætlega stór og mjög þroskuð avocado (lárperur) sem ég flysjaði, tók í tvennt og skar niður, setti í skál og stappaði í mauk, sem að var mjög auðvelt því þau voru svo vel þroskuð. Síðan skar ég smátt niður hálfan lauk, 3 geira af hvítlauk, hálfan rauðan chili (muna að fræhreinsa), blandaði öllu út í maukið og kreisti úr hálfu lime yfir. Skar svo einn ágætlega stóran tómat smátt niður (sleppti innvolsinu úr honum) og setti út í og hrærði öllu vel saman. Saltaði, pipraði og smakkaði; þetta var geggjað! Ég hefði reyndar viljað setja ferskt kóríander en það var ekki í bakkanum og auðvitað ekki til í bænum þegar ég ákvað að búa þetta til á síðustu stundu þarna á laugardeginum – en ég mæli með því að setja kóríander út í ef að þið prófið þetta. Síðan er þetta geymt inni í ísskáp þangað til það á að nota þetta, það er samt ekki mælt með því að búa þetta til eitthvað löngu áður en það á að bera þetta fram. Ég var með Doritos flögur með þessu en það má auðvitað nota þetta með bara nánast öllu, svo hollt og svo rosalega gott.

Guacamole og Dorritos með ostabragði

2 vel þroskuð avocado

1 laukur (ég notaði bara hálfan)

3 geirar hvítlaukur

1 rauður chili (ég notaði bara hálfan)

1 lime (ég notaði bara hálft)

1 tómatur

Ferskt kóríander

Salt og pipar

1-2 pokar af Doritosflögum með ostabragði

 

Í aðalrétt var svo Lambalæri frá Gunnari móðurbróður í Klambraseli eldað á franska vísu af Ellu mágkonu. Þetta er uppskrift úr bókinni “Af bestu lyst” sem gefin er út af Vöku-Helgafelli árið 1994 og tek ég hana bara beint upp úr henni af bls. 65.

“Lambalæri á franska vísu”

Fyrir 6

1 lambalæri

4 hvítlauksrif

2 msk ólífuolía

1 tsk rósmarín (Ella notar meira – bara smekksatriði)

Salt

Pipar

12 meðalstórar kartöflur (má alveg hafa fleiri – Ella var með tæp 2 kg – við elskum kartöflur)

8 gulrætur (Ella var með heilan poka af litlu gulrótunum – við elskum líka gulrætur)

4 laukar

1 msk ólífuolía

 

             

 

  1. Snyrtið lærið

     

  2. Sneiðið hvítlauksrifin í litla báta, skerið litlar raufar í kjötið beggja vegna á lærinu og stingið hvítlauknum í raufarnar.

     

  3. Penslið kjötið með einni matskeið af olíu, rósmaríni, salti og pipar.

     

  4. Setjið lærið í stórt, ofnfast fat eða steikarpott og steikið við 180°C í 30 mínútur (Ella hefur það í klukkutíma).

     

  5. Skerið kartöflur til helminga eða í stóra báta, gulrætur í lengjur og lauka í báta. Veltið grænmetinu upp úr einni matskeið af olíu með salti og pipar og látið kartöflur og grænmeti umhverfis kjötið.

     

  6. Setjið lok eða álpappír yfir og steikið í u.þ.b. eina klukkustund eða þar til rétturinn er hæfilega steiktur.

     

  7. Þeir sem vilja skorpu á grænmetið og kjötið geta tekið lokið af síðustu mínúturnar og stillt á glóðarsteikingu.

Þetta er svo ótrúlega einföld og mögnuð uppskrift að þið bara verðið að prófa hana, ef þið hafið ekki gert það nú þegar – svo að ég tali nú ekki um hvað þetta er guðdómlega gott.

 

Í eftirrétt var svo  súkkulaðikakan hennar mömmu og höfðum við með henni vanilluís og jarðarber. Mamma klippti þessa uppskrift einhvern tímann úr einhverju blaði en ég veit ekki hvaða blaði né hvenær en hún er eignuð Signýju Jónu Hreinsdóttur – og gefur hún mér vonandi leyfi til þess að birta hana hér.

 

½ bolli sterkt kaffi (uppáhellt)

200 gr púðursykur (mamma hefur 180 gr)

200 gr sykur (mamma hefur 180 gr)

350 gr smjör

300 gr suðusúkkulaði

100 gr ljóst súkkulaði

5 stór egg (eða 6 lítil)

 

Kaffi sett í pott og sykrinum bætt út í. Látið suðuna koma upp. Takið af hellunni og bætið smjöri og súkkulaðinu, í bitum, saman við sykurblönduna. Má ekki sjóða eftir að súkkulaðið og smjörið er komið saman við. Hrærið vel í blöndunni. Eggin eru hrærð saman, þeim bætt út í blönduna og allt hrært vel saman. Stórt lausbotna klemmuform er smurt vel. Blöndunni hellt í formið. Gott er að klæða mótið að utan með álpappír svo að blandan leki ekki á milli botns og forms meðan kakan bakast. Kakan er sett í 180°C heitan ofn og bökuð í 60 mínútur. Kakan er kæld (jafnvel sett í frysti) í 3-4 klst., áður en hún er borin fram. Með þessari köku er gott að bera fram fersk ber og þeyttan rjóma eða ís.

 

     

 

Það er ekki ætlunin að hafa þessa pistla eingöngu um einhver dýrindis margra rétta matarboð, ég mun líka skrifa um hafragraut, plokkfisk og þess háttar inn á milli.

Vonandi munuð þið prófa uppskriftir dagsins við tækifæri því ég get lofað ykkur því að þetta var allt tær snilld.

Kveðja,

Olga Hrund

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744