Kreppuspa Arnars Matt.

Arnar Matthasson tk skorun Eika Umma og sendi inn uppskrift Gott gogginn. Kreppuspan kallar Arnar hana en svona er uppskriftin:

Kreppuspa Arnars Matt.
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 789 - Athugasemdir (0)

Arnar Matthasson
Arnar Matthasson
Arnar Matthíasson tók áskorun Eika Umma og sendi inn uppskrift í Gott í gogginn. Kreppusúpan kallar Arnar hana en svona er uppskriftin:

 

 

 

 

 

Austantjalds Gúllassúpa

500 gr nautagúllas
500 gr kartöflur
2 laukar
2 msk paprikuduft
1-1.5 lítri vatn
3 hvítlauksrif
1 dós rjómaostur með hvítlauki og dilli ef vill.
1 dós tómatpúrra (140 gr)
salt og pipar
nautakjötkraftsteningur

Kjötið brúnað í potti.
Látið sjóða með teningi, salt, pipar og tómatpúrru í sirka 25- 30 mínútur.
Laukurinn grófbrytjaður og brúnaður á pönnu og paprikudufti sáldrað kæruleysislega yfir.

Kartöflurnar eru skornar í teninga og bætt útí pottinn með kjötinu ásamt lauknum og öllu öðru sem gleymst hefur í upptalningunni hér að ofan.

Látið sjóða í 15 - 20 mínútur í viðbót. 

Og ef maður vill gera sér glaðan dag þá er gott að hafa snittubrauð með.

Mig grunar nú að Jóna systir verði nú frekar fúl ef ég skora ekki á hana og hún fái ekki að láta ljós sitt skína í eldamennskunni.  Svo ég skora á hana hér með.

Kveðja Arnar Matthíasson Húsvíkingur og núverandi Skurðbúi.


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744