Kolla Kben

g er trlega upptekin manneskja essa vikuna og hef eiginlega bara ekki haft tma til a skutla einn pistil en a er me mikilli glei og nokkru

Kolla Kben
Stra & sntt slunni - Olga Hrund - Lestrar 802 - Athugasemdir (0)

Nhfn  nvember 2009
Nhfn nvember 2009
Ég er ótrúlega upptekin manneskja þessa vikuna og hef eiginlega bara ekki haft tíma til að skutla í einn pistil en það er með mikilli gleði og þó nokkru monti sem að ég bendi á hana Kollu mína , nýjasta pistlahöfundinn á Miðjunni, og því hef ég ekki einu sinni samviskubit yfir að svíkjast um í þessari viku.

 

Hér má lesa pistilinn hennar Kollu:

Kolla í Köben 

Ég er búin að vera á leiðinni að skrifa aðeins um ferð okkar systra í nóvember síðastliðnum þar sem við heimsóttum einmitt hana Kolbrúnu í Köben og Bjössa hennar og Regínu Margréti dóttur þeirra. Kolla nefnilega gerði vel þegar hún valdi hann Bjössa því hann er bæði meistarakokkur sem og vínfræðingur mikill - og það er bara blanda sem klikkar seint. Og þar sem við systur kunnum vel að meta góðan mat og allt sem því fylgir þá er Bjössi í miklu uppáhaldi hjá okkur og var ég því búin að ákveða að tileinka honum einn pistil og leyfa ykkur að lesa um það sem hann bauð okkur upp á eitt kvöldið í Köben.

Þannig að það er frábært ef að þið hitið ykkur aðeins upp og komið ykkur í Köbenfílinginn með því að lesa hana Kollu og svo lofa ég rosalegri uppskrift í næstu viku!

Annars verð ég að nefna hvað perurnar eru að koma sterkar inn núna, ég borða þær í öll mál - rosalega góðar og safaríkar þessa dagana!

Kveðja,
Olga Hrund


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744