Kjklingur me slurrkuum tmtum

Hr kemur uppskrift fr mr, afar braggur kjklingarttur sem er miklu upphaldi hj mr og mnumJ

Kjklingur me slurrkuum tmtum
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 1176 - Athugasemdir (0)

Kristjana Mara.
Kristjana Mara.

Hér kemur uppskrift frá mér, afar bragðgóður kjúklingaréttur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínumJ

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum

4-6 kjúklingabringur

2 öskjur rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum

10-12 sólþurrkaðir tómatar (í olíu – mjög góðir frá ora)

3-5 sveppir (eftir stærð og smekk)

Matreiðslurjómi

1 kjúklingateningur

Salt og pipar

 

Skerið bringurnar í bita og steikið upp úr olíunni af sólþurrkuðu tómötunum.

Saxið sveppi, sólþurrkaða tómata og hvítlauksrif og setjið út í.

Hellið rjómanum út á og setjið svo rjómaostinn saman við.

Kjúklingateningurinn settur svo að lokum ásamt salt og pipar eftir smekk.

Setið í eldfast mót og inn í ofn (170-180 gr) í 30-40 mín.

 

 

Rétturinn er svo borinn á borð með hrísgrjónum, hvítlauksbrauði og salati. Alveg rosalega góðurJ

Nú ætla ég að setja boltann yfir til Palla skáfrænda míns og Ástu frænku en þau eru meistarar í eldhúsinu og ekki amalegt að fá uppskrift frá þeim.

Verði ykkur að góðu

Kristjana María KristjánsdóttirJ

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744