Kjklingur me slurrkuum tmtum

Fririk Jnsson var vi skorun systur sinnar rhildar og sendi inn uppskrift a kjklingartti.

Kjklingur me slurrkuum tmtum
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 710 - Athugasemdir (0)

Fririk Jnsson. Ljsm. GR
Fririk Jnsson. Ljsm. GR

Friðrik Jónsson varð við áskorun systur sinnar Þórhildar og sendi inn uppskrift að kjúklingarétti.

 

Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum.

 

Hráefni

3 kjúklingabringur.

1 dós sólþurrkaðir tómatar.

0,5L matreiðslurjómi.

1 teningur kjúklingakraftur.

Kjúklingakrydd og ítalkst pastakrydd.

Og aðferðin er að hella olíunni af tómötunum ca hálfri krukku á pönnuna, skerið bringunnar í litla bita og steikið upp úr olíunni, kryddið vel. Skerið tómatana niður í litla bita og steikið með kjúklingnum í ca 10 mín. Hellið rjómanum yfir pönnuna og bætið kjúklingakraftinum í. Þetta er svo látið malla í ca 40 mín við lítinn hita.

Svo er gott að hafa með þessu kartöflustöppu, hrísgrjón og hvítlauksbrauð.

Ég ætla svo að skora á Örnu Ásgeirsdóttir að koma með næstu uppskrift en eins og sjá má á honum Einari þá kann Arna að elda góðan mat.

Verði ykkur að góðu.

Friðrik Jónsson.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744