Kjklingur a htti Jnu Matt.

Jna Matt. segir ekkert a anna en a taka skorun Arnars brurs sns oggefur okkur uppskrift a kjklingartti sem vallt er vinsll

Kjklingur a htti Jnu Matt.
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 869 - Athugasemdir (0)

Jna Matthasdttir.
Jna Matthasdttir.

Jóna Matt. segir ekkert þýða annað en að taka áskorun Arnars bróðurs síns og gefur okkur uppskrift að kjúklingarétti sem ávallt er vinsæll á hennar heimili.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir 4.

 

4 kjúklingabringur.

1 bréf beikon.

Slatti af sveppum.

1 rauðlaukur eða sambærilegt magn af skalottlauk.

1 dós niðursoðnir tómatar.

1 lítil dós tómatpúrra.

1 dl. hvítvín (má sleppa) hef einnig notað rauðvín (ef þú kýst að drekkarauðvín með matnum, er upplagt að nota það).

2 dl. vatn.

1 teningur.

1/2 tsk. sykur.

Örlítið af sítrónusafa.

Salt, pipar.

Oreganó, 1 - 2 tsk. eða eftir smekk.

 

Ólífuolía til steikingar.

 

1/2 pakki tagliatelli pasta, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

 

Kjúklingabringan er skorin í tvennt og ein beikonsneið vafin um hvern hluta. Fest saman með tannstöngli.

 

Kryddað með sjávarsalti og grófum pipar og brúnað á pönnu.

Tekið til hliðar og sett í eldfast mót.

Restin af beikoninu skorin smátt og steikt á pönnu ásamt lauk og sveppum.

Þá er tómötum og púrru bætt við, sem og vökva og kryddi.

 

Látið krauma í nokkrar mínútur.

Þessu er síðan hellt yfir kjúklingabringurnar og bakað í ofni við180-200°C í ca 20 mín.

Á meðan er pastað soðið og hvítlauksbrauð eða annað gott brauð hitað.

Þegar pastað er tilbúið er það sett í stóra skál og kjúklingum ásamt sósunni hellt saman við. Blandað létt saman. Borið fram með brauði og restinni af hvít/rauðvíninu.

Ég ætla að halda áskoruninni aðeins lengur innan fjölskyldunnar og skora á mágkonu mína,Ásrúnu Árnadóttur,að koma með næstu uppskrift. Hún er snilldar kokkur og óhrædd við að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu.

Verði ykkur að góðu og Gleðilega jólahátíð.

Jóna Matt.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744