Ji Kr. grillar Lundann.

g ver a sjlfsgu vi essari skorun mur minnar ar sem hn er, j, s sem hefur strali mig gegnum tina. Lundinn er gur matur og nstum v

Ji Kr. grillar Lundann.
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 747 - Athugasemdir (0)

Jhann Kristinn Gunnarsson.
Jhann Kristinn Gunnarsson.

Ég verð að sjálfsögðu við þessari áskorun móður minnar þar sem hún er, jú, sú sem hefur stríðalið mig gegnum tíðina.

Lundinn er góður matur og næstum því eins og íslenska lambakjötið þ.e. það er ekki hægt að klúðra matseldinni. Uppskriftin sem ég skelli hér fram er meira svona opin hugmynd að eldamennsku á þessari dýrðarinnar villibráð. Svo velja menn bara sína leið og finna sinn „lundastíl“.

Nokkuð mikilvægt er að hafa lunda við höndina í byrjun. Engin ofrausn er að ætla að fullvaxta einstaklingur borði á bilinu 1 – 6 lundaflök svo stærðfræðin má alveg miðast við það. Athuga verður að eins og með alla villibráð þá má ekki drekkja steikinni í meðlæti.

Þar sem veðrið leikur við hvurn sinn fingur þá mæli ég með að menn prófi að grilla lundann. Það gerum við svona:

Lundaflökin liggja í 5-8 tíma í grillsósu t.d. Cai P.´s (orginal). Fyrir þá sem eru hræddir um „svartfugls-lýsisbragð“ má benda á að skothelt er að láta lundann liggja í mjólk eða Egils-malti nóttina fyrir eldun. Ég hef lúmskan grun um að best sé að láta hann liggja í góðum, dökkum bjór en því hef ég aldrei tímt svo ég get engan vitnisburð gefið um það.

Á vel forhituðu grilli þurfa flökin ekki nema svona 2-4 mín (þarna kemur annað smekksatriði) á hvorri hlið í mesta lagi. Dass af pipar og salti, jafnvel sítrónupipar er vel við hæfi þarna á grillinu ásamt gullroða grillolíu í grillarann.

Þarna er steikin tilbúin!

Eins og áður hefur komið fram er lykilatriði að minnka ekki vægi steikarinnar með ofrausn í meðlætismálum. Því er alveg tilvalið að svissa nokkra sveppi ásamt smá lauk og papriku í íslensku smjöri til hátíðarbrigða. Ef menn eru með pumpuna í lagi er fínt að léttsteikja nokkra beikonbita með því.

Ég mæli ekki með heitri sósu þar sem þetta er svona „sólpallamatur“ og því skal fyrirhöfn vera í lágmarki. Fyrirtak er að opna dollu af sýrðum rjóma og dassa útí hana smá kryddblöndu-ídýfu úr Vogunum og saxa smátt útí þetta púrrulauk. Þar er komin alveg brúsandi sallafín og létt sósa með lundafuglinum. Reyndar eru til kynstrin öll af tilbúnum sósum s.s. hvítlaukssósum og svoleiðis sem svæla má með góðu móti niður með lundanum.

Vatnið er alltaf gott en rauðvín, eða dökkur bjór, með þessari lundagrillsteik er nánast ómissandi á pallinum.

Ég skora á hinn gastrónómíska gúrmettfræðing, Guðna Bragason, að koma með næstu uppskrift. Hann hefur marga fjöruna sopið í eldhúsinu og á efalaust eftir að hrista framúr erminni eins og eina fermingarveislu og meðlæti.

Verði ykkur að góðu!

Jóhann Kristinn.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744