Hundasrukrydda lambafillett a htti Guna Braga.

Hundasrukrydda lambafillet. Lambafilleti teki og snyrt ltillega.Blandi saman olu,rsmarn,Basil,salt og pipar og hvtlauk og pensli vel yfir

Hundasrukrydda lambafillett a htti Guna Braga.
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 561 - Athugasemdir (0)

Grillarinn Guni vi grilli.
Grillarinn Guni vi grilli.

Hundasúrukryddað lambafillet.

 

Lambafilletið tekið og snyrt lítillega.Blandið saman olíu,rósmarín,Basil,salt og pipar og hvítlauk og penslið vel yfir kjötið.
Takið góðann slatta af hundasúrum og saxið niður og þekjið kjötið vel með þeim.

 

Látið standa í kryddinu í lágmark 6 tíma  (ekki er verra ef það er látið standa lengur). Takið kjötið svo tímanlega úr kæli svo það sé búið að jafna sig áður en það er sett á grillið.

Smellið filletinu á sjóðandi heitt grillið og látið malla þar góða stund og er mikilvægt að vera aktífur á grillinu svo það brenni ekki.

 

Klassískt er að bera fram með þessu bakaðar kartöflur , Ferskt salat og Bernaise eða piparostasósu. Ef um kalda sósu er að ræða þá er fínt að mauka saman sýrðan rjóma  og hundasúrur.

Fljótlegur og góður eftirréttur sem hægt er að græja á grillinu eða í ofni.

Bananar ,jarðarber,hindber,bláber eða þau ber sem til eru sett í eldfast mót.

Brytjið niður hvítt súkkulaði og kremjið kókosbollur yfir og látið malla í dágóða stund á grillinu, eða í ofninum, þar til súkkulaðið er bráðið og fallega gylltur litur er kominn á kókosbollurnar.

Berið fram með ís.

Verði ykkur að góðu.

Guðni skora á mágkonu sína Önnu Maríu Þórðardótur að koma með næstu uppskrift.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744