Humarspa me guacamolebraui

ar sem styttist Humarht hornfiringa er ekki r vegi a birta uppskrift ar sem humarinn rur rkjum. Um er a ra uppskrift a kraftmikilli

Humarspa me guacamolebraui
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 965 - Athugasemdir (0)

Humarveiar  Aron H. Ljsm. Svafar.
Humarveiar Aron H. Ljsm. Svafar.

Þar sem styttist í Humarhátíð hornfirðinga er ekki úr vegi að birta uppskrift þar sem humarinn ræður ríkjum. Um er að ræða uppskrift að kraftmikilli humarsúpu sem fengi er af heimasíðu hornfirðinga.

Myndina sem fylgir svona til gamans tók Svafar Gestsson um borð í Aron ÞH á humarveiðum.

 

 

Humarsúpa með guacamole brauði

Hráefni
Guacamole brauð
1 stk avókadó, vel þroskað
1 msk fersk kóríanderblöð
1 msk limesafi
1 stk saxaður hvítlauksgeiri
1 stk shallottulaukur, fínt saxaður
1 stk tómatur, afhýddur
½ stk brie ostur
½ stk grænn chili (má sleppa)
baguette brauð
mulinn, hvítur pipar

Súpa
3¾ kg humarhalar í skel, pillaðir
1½ l smjörbolla (100 g smjör og 100 g hveiti f. 4)
2½ dl rjómi
2½ dl rjómi, léttþeyttur
30 g tómatpúrré
2 stk gulrætur
1 stk blaðlaukur

1 stk fennel
1 stk hvítlaukur
1 stk laukur
cayenna pipar
karrí
klípa af kjötkrafti
koníak (brandý) eftir smekk


Súpa - Brúnið skeljarnar í pottti með smá ólífuolíu og bætið tómatpurré út í. Skerið grænmetið gróft og brúnið örlítið með skeljunum; hellið vatni yfir. Sjóðið í tvo klukkutíma. Sigtið síðan skeljar og grænmeti frá soðinu. Þykkið humarsoðið með smjörbollunni og sjóðið í 30 mínútur. Bætið rjómanum út í og síðan karrý og cayenna pipar. Bætið kjötkrafti út í eftir smekk. Pönnusteikið humarhalana með smá smjöri og hvítlauk. Bætið þeytta rjómanum, humarhölunum og koníaki út í súpuna, rétt áður en hún er borin fram.

Guacamole brauð - Takið steininn úr avókadóinu og skafið aldinkjötið úr hýðinu. Maukið ásamt öllu hinu; setjið tómatinn út í síðast ásamt kóríanderinu og lauknum. Smyrjið maukinu á baguette brauð og setjið brieost yfir; gljáið í ofni þar til osturinn er bráðinn.

Verði ykkur að góðu.


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744