Grillaar svnaktelettur a htti Jnasar Hallgrms

Blanda saman Fajitas og Burrito kryddi (Casa Fiesta sem g kaupi rval ) samt aromati og sm Pottagaldra hvtlaukskryddi og rsmarin. Hrra etta t

Grillaar svnaktelettur a htti Jnasar Hallgrms
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 883 - Athugasemdir (0)

Jnas Hallgrmsson
Jnas Hallgrmsson

Blanda saman Fajitas og Burrito kryddi (Casa Fiesta sem ég kaupi í Úrval ) ásamt aromati og smá Pottagaldra hvítlaukskryddi og rósmarin. Hræra þetta útí matarolíu. Leggja kótiletturnar í mareneringuna ca. 6 klst fyrir grillun.

 

Grilla í ca. 5-8mín á hlið eftir þykkt

Með þessu er gott að hafa  hálfvita þ.e. kartöflu hálfvita.( Ekki nóg að umgangast þá allan daginn líka )

Stórar kartöflur skornar eftir endilöngu. krydda smávegis með uppáhalds kryddinu. Setja ost yfir og baka í ofni við 180-200°c í 35-40 mín.

Skera niður gulrætur, brokkólí og blómkál. Brúna smá á pönnu í smjörklípu ogbaka síðan í ofni í ca 20-25 mín. Gráðosta fylltir sveppir skemma heldur ekki fyrir. Baka í ofni í 20 mín.

Sósa:

Hvítlauksostur soðinn upp í smá bjór eða hvítvíni, bæta við lambakrafti,rjóma, hvítlaukskryddi og aromati ef þurfa þykir.

Jónas skorar á Örvar Þór Sveinsson gæsahrelli að koma með næstu uppskrift

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744