Fiskispa slkeranna

Vefstjra barst hendur dag dagatal fr landssambandi smbtaeigenda fyrir ri 2010. Eins og undanfarin r eru uppskriftir a fiskrttum v og er

Fiskispa slkeranna
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 687 - Athugasemdir (0)

Inglfur rnason.
Inglfur rnason.

Vefstjóra barst í hendur í dag dagatal frá landssambandi smábátaeigenda fyrir árið 2010. Eins og undanfarin ár eru uppskriftir að fiskréttum á því og er leitað hófanna hjá smábátaeigendum um land allt með uppskriftir. Í ár var m.a. leitað til Ingólfs Árnasonar á Sigrúnu Hrönn ÞH 36 og lagði hann til uppskrift að fiskisúpu sem birtist nú í Gott í gogginn.

Sigrún Hrönn ÞH 36.

 

 

Fiskisúpa sælkeranna.

Fyrir 4-6 manns.

600-800 gr  fiskur t.d. Silungur, ýsa,þorskur, humar eða hvaða fiskur sem er.

7 dl Vatn

2-3 fiskiteningar

4-6 gulrætur

½-1 gulrófa

½ blómkálshöfuð

1 laukur

2 msk matarolía

1 peli rjómi (eða eftir smekk)

Salt, pipar og fiskikrydd frá Prime

 

Hreinsið fiskinn og skerið hann í hæfilega bita og kryddirð með salti, pipar og fiskikryddinu.

Mýkið laukinn á pönnu í olíunni.

Setjið vatn og teningana í pott og komið upp suðu á því.

Bætið því næst öllu grænmeti nema blómkáli út í.

Látið malla þangað til grænmetið er soðið.

Bætið rjómanum og fiskinum út í og að síðustu blómkálinu.

Smakkið til og kryddið ef þarf.

 

Borið fram með góðu brauði.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744