Fiskispa rnu.

g ver a sjlfsgu vi skorun Frikka og tla a gefa ykkur uppskrift af Fiskispu.

Fiskispa rnu.
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 775 - Athugasemdir (0)

Ég verð að sjálfsögðu við áskorun Frikka og ætla að gefa ykkur

uppskrift af Fiskisúpu.

 

 

 

200 gr. Nýtt ýsuflak

 

200 gr. Rækjur

200 gr. Hörpuskelfiskur

5 dl.   Hvítvín eða mysa

7 dl.   Vatn

2,5 dl. Rjómi

3 dl. Eggjarauður

150 gr. Smjör

1 stk.  Laukur

1 stk.  Hvítlauksrif

100 gr. Blaðlaukur

4 Gulrætur

2 msk.  Hveiti

1 tsk.  Salt

1 tsk.  Karrý

Season all, svartur pipar, sítrónupipar

2 tsk. Fiskikraftur

 

 

Aðferð:

Hvítvín, vatn, salt er hitað að suðu. Ýsan, roðflett skorin í

litla bita sett út í. Ath ekki ofsjóða fiskinn, heldur hita í stutta

stund og setja svo á disk til hliðar.

Soðið er geymt, hörpuskelfiskur snöggsteiktur í helming af smjörinu

og kryddarður með svörtum pipar og sítrónupipar.

Hörpuskelfiskur geymdur, gulrætur skornar í sneiðar og snöggsoðnar.

Laukur saxaður og blaðlaukur skorin í sneiðar allt látið krauma í

smjörinu. Kryddað með karrý.

Hveitið sett yfir grænmetið og sósan bökuð upp í 1 ltr. af

fiskisoðinu.  Bragðbætt með fiskikrafti og season all, smakkað til.

Rjómanum bætt út í og passa að sjóði ekki.  Eggjarauður hrærðar

í skál og súpunni hellt yfir rauðurnar.  Súpan sett aftur í pott

ásamt fiskinum og gulrótum. Hita að suðu.

 

 

Með þessu er gott að bera fram þeyttan rjóma og eitthvað gott brauð.

 

Ég skora á Kristján Arnarson mág minn að koma með næstu uppskrift.

Verði ykkur að góðu!

Arna Ásgeirsdóttir.

 

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744