Eftirlti skipstjrans

Margir kannast vi saltfiskinn fr Ektafiski Hauganesi og eftir allt kjtti yfir htarnar er mrgum krkomi a f sr fisk sinn disk. Hr a

Eftirlti skipstjrans
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 773 - Athugasemdir (0)

Margir kannast við saltfiskinn frá Ektafiski á Hauganesi og eftir allt kjötátið yfir hátíðarnar er mörgum kærkomið að fá sér fisk á sinn disk. Hér að neðan birtist saltfisksuppskrift af heimasíðu Ektafisks sem nefnist Eftirlæti skipstjórans.

 

Eftirlæti skipstjórans.

handa 4-5

450-500 gr sérútvatnaður saltfiskur
ca 1/2 bolli tómatsósa
1/2 krukka súrsæt sósa
1 msk sykur
10 grænar olífur
Hvítlaukspipar
1 bolli vatn
½ bolli hveiti
Olífuolía
1 græn og 1 rauð paprika
Hvítkálsbiti, á stærð við appelsínu.
1 laukur
2 gulrætur
1 poki frosið grænmeti t.d sælkera blanda

Skraut: Tómatbátar og agúrka

Hitið vel olíu á pönnu. Þerrið saltfiskstykkin og veltið þeim upp úr hveiti. Steikið þau á báðum hliðum í vel heitri olíu þar til þau verða ljósbrún. Kryddið vel með hvítlaukspipar. Hristið pönnuna annað slagið.
Þegar fiskurinn er orðinn gulllitaður takið hann þá af pönnunni og geymið á diski.

Setjið nýja olíu á pönnuna og hitið. Sneiðið gulræturnar í þunnar sneiðar, og brytjið laukinn, paprikuna og kálið frekar smátt og steikið þetta allt á pönnunni þar til allt er orðið lint.
Þegar grænmetið er farið að linast á pönnunni, stráið þá sykrinum yfir og skerið olífurnar í tvennt og setjið þær útí líka. Bætið síðan tómatsósunni og súrsætu sósunni við og hrærið allt saman.
Þynnið sósuna með vatni ef ykkur finnst hún of þykk.
Raðið steiktu fiskstykkjunum ofaná sósuna, setjið lokið á pönnuna og látið malla við vægan hita í 10 mín.

Sjóðið frosna grænmetið skv. leiðbeiningum, látið vatnið svo renna af því

Setjið hæfilegt magn af sósunni á disk og raðið fiskstykkjunum ofaná. Setjið nokkra bita af soðnu grænmeti og skreytið með tómötum og agúrkum.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744