Bakaur lax me kartflusalati

srn rnadttir tk skorun Jnu mgkonu sinnar og sendi inn uppskrift a bkuum laxi me kartflusalati.

Bakaur lax me kartflusalati
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 936 - Athugasemdir (0)

srn rnadttir.
srn rnadttir.

Ásrún Árnadóttir tók áskorun Jónu mágkonu sinnar og sendi inn uppskrift að bökuðum laxi  með kartöflusalati.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bakaður lax með kartöflusalati.

 

2 laxaflök

1 msk. ferskt estragon.

300 ml. rjómaostur.

100 gr. græn vínber.

100 gr. rauð vínber.

1/2 dl. eplasafi.

2 tsk. rauð piparkorn.

Saxið estragonið ,skerið vínberin í tvennt og blandið saman  við rjómaostinn.

Skerið laxinn í bita og raðið í eldfast mót,

Smyrjið ostablöndunni á bitana og helliðeplasafanum yfir ásamt piparkornunum.

 

Setjið álpappir yfir og bakið í 30 mín. 180"

 

Kartöflusalat.

Veltið kartöflubátum upp úr dijon sinnepi og bakið í ofni í 30 mín, kælið.

Grillið baconbita og kælið.

Blandið í skál rucola salati,bökuðu kartöflonum og baconbitunum.

Stráið furuhnetum yfir og olifuolíu

 

Svo ein góð súkkulaðikaka í eftirrétt.

2dl. spelt   

 1,5dl. kakó  

 2 tsk. lyftiduft 

1 tsk. salt öllu blandað saman

200 gr. dökkt súkkulaði.

125 gr. smjör  brætt í potti

4-6 egg.

2dl. hrásykur.

Þeytt saman

Eggjablöndu og súkkulaðibl.blandað saman þurrefnunum er bætt varlega útí ogloks 2-3 dl. af sýrðum rjóma bætt útí.

 

Bakið við 175 í um 40mín. skreytt með flórsykri og berjum.

 

Ég ætla að senda skorið austur á Egilsstaði til systur minnar Ölmu.

Með jólakveðju, Ásrún.

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744