Alma og ostarnir

Alma J. rnadttir tk skorun srnar systur sinnar og sendi inn uppskriftir Gott gogginn. Ostatertan er uppskrift sem g grp hva oftast til og

Alma og ostarnir
Stra & sntt slunni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 1074 - Athugasemdir (0)

Alma J. rnadttir me son sinn Birnir Eiar.
Alma J. rnadttir me son sinn Birnir Eiar.

Alma J. Árnadóttir tók áskorun Ásrúnar systur sinnar og sendi inn uppskriftir í Gott í gogginn.

 

Ostatertan er uppskrift sem ég gríp hvað oftast til og á  gjarnan í frysti til að mæta óvæntum gestagangi. Hún er fersk  með kaffinu en kemur líka á óvart sem eftirréttur.

Bökuðu ostarnir henta við öll tækifæri, með eða án rauðvíns og  renna ekki síður ljúft niður á eftir aðalrétti.

Verði ykkur að góðu.

 

HEIMSINS BESTA OSTAKAKA / snædd hálffrosin.

Botn:

1 lítill poki makkarónukökur

175 gr brætt smjör

Myljið makkarónukökurnar og setjið í botninn á meðalstóru  smelluformi. Hellið bræddu smjöri yfir, blandið vel og þéttið.

Fylling:

300 gr. rjómaostur

200 gr. flórsykur

1/2 l. þeyttur rjómi

 

 

Látið rjómaostinn standa við stofuhita þar til hann er orðinn mjúkur. Hrærið hann því næst saman við flórsykurinn og  blandið að lokum þeyttum rjóma varlega saman við. Setjið fyllinguna ofan á botninn í smelluforminu, jafnið og setjið í frost. Fyllingin á að frjósa í a.m.k. tvo tíma áður en lengra  er haldið.

Krem:

 1 dós sýrður rjómi

200 gr. suðusúkkulaði

Ber til skreytingar

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og blandið saman við sýrðan rjóma. Hellið kreminu yfir fyllinguna í forminu og setjið aftur í frost. Takið út 25 -30 mínútum áður en kakan er framreidd. Gaman er að fikra sig áfram með útfærslur á  kökunni og nota  t.d. súkkulaði- eða granolamúslí í botninn, eingöngu eða til helminga með makkarónukökunum. Einnig er  spennandi að nota dekkra súkkulaði í kremið.

 

 

 UPPÁBÚNIR ÍSLENSKIR OSTAR.

Ég hef gaman að því að prufa ýmsar aðferðir við að dubba upp á hverskyns osta. Notið endilega það sem til er í skápnum, einu takmörkin eru hugmyndaflugið. Hér koma tvær frjálslegar hugmyndir sem klassískt er að bera á borð með vínberjum og  saltkexi:

Bakaður cammebert með karrý, sætu mangó-chutney og söltuðum cashew hnetum:

Setjið ostinn á lítinn eldþolinn disk eða mót. Hyljið  yfirborð ostsins með karrýdufti. Makið mangó-chutney ofan á eins og kemst fyrir. Grófsaxið hneturnar og hlaðið á toppinn. Bakið við 180 °C í c.a. 10 mínútur eða þar til osturinn er farinn að þenjast út, (bökunartími fer eftir þroska ostsins).

Höfðingi með sætri chilisósu, rauðri papríku og fylltu  myntusúkkulaði:

Setjið ostinn á lítinn eldþolinn disk eða mót. Grófsaxið papríku og þekjið yfirborð ostsins. Dembið sætri chilisósu þar yfir og toppið með myntusúkkulaðinu (t.d. einum Pippbita eða After Eight plötu). Bakið við 180 °C í  c.a. 10 mínútur eða þar til osturinn er farinn að þenjast út, (bökunartími fer eftir þroska ostsins).

Ég þakka systur traustið og ætla að senda áskorunina vestur um haf til Stellu vinkonu minnar Jónsdóttur Sigurðssonar frá Búvöllum. Stella er gift mexíkóskum manni og hjá þeim hef ég notið ævintýralegra rétta.

Bestu kveðjur, Alma.

 

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744