Vinnumálastofnun lokar á Húsavík – óskiljanleg vinnubrögđ

Stjórn og trúnađarmannaráđ Framsýnar hefur sent frá sér ályktun vegna ákvörđunar Vinnumálastofnunar um ađ loka ţjónustuskrifstofu stofnunarinnar á

Húsavík.
Húsavík.

Stjórn og trúnađarmannaráđ Framsýnar hefur sent  frá sér ályktun vegna ákvörđunar Vinnumálastofnunar um ađ loka ţjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík ţann 1. desember nk. 

Starfsmanni Vinnumálastofnunar var sagt upp í dag en hann hefur veriđ í 40% starfi.Mikil óánćgja er međ bođađa lokun og munu fulltrúar Framsýnar funda međ sveitarstjóra Norđurţings á morgun auk ţess sem óskađ verđur eftir fundi međ Félags- og húsnćđismálaráđherra vegna málsins.

Ályktunin er eftirfarandi:

Framsýn, stéttarfélag krefst ţess ađ Vinnumálastofnun dragi ţegar í stađ til baka bođađa lokun á ţjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík frá og međ 1. desember 2014. Ţá vekur furđu ađ stofnunin skyldi ekki sjá ástćđu til ađ eiga samráđ viđ stéttarfélögin og sveitarfélögin í Ţingeyjarsýslum um máliđ áđur en ţessi vanhugsađa ákvörđun var tekin.

Eftirfarandi greinagerđ fylgir ályjtuninni:

Vinnumálastofnun hefur í tilkynningu til Framsýnar ákveđiđ ađ leggja niđur starfsemi Vinnumálastofnunar á Húsavík. Starfsmanni sem gegnt hefur 40% starfi á vegum stofnunarinnar á Húsavík hefur veriđ sagt upp störfum. Áđur var um fullt stöđugildi ađ rćđa.
Ţjónusta Vinnumálastofnunar er gríđarlega mikilvćg í Ţingeyjarsýslum. Stofnunin heldur utan um skráđ atvinnuleysi á svćđinu og er ćtlađ ađ vinna ađ úrrćđum fyrir atvinnuleitendur í samráđi viđ ţá. Jafnframt gegnir stofnunin mikilvćgu hlutverki í atvinnumálum fatlađra auk ţess ađ ţjónusta verđandi foreldra í gegnum fćđingarorlofssjóđ.
 
Ţađ vekur furđu og reyndar undrun ađ á sama tíma og stjórnvöld hreykja sér ađ flutningi Fiskistofu til Akureyrar međ ţađ ađ markmiđi ađ fjölga opinberum störfum á landsbyggđinni skuli sömu stjórnvöld vinna markvisst ađ ţví ađ leggja niđur opinber störf á öđrum stöđum á landsbyggđinni. Ţetta er skrýtin stjórnsýsla svo ekki sé meira sagt og kallar á harđa gagnrýni.
 
Ađalsteinn og Soffía
Soffía Gísladóttir forstöđumađur VMST á Norđurlandi eystra átti fund međ formanni Framsýnar í dag ţar sem fariđ fariđ yfir ákvörđun stofnunarinnar ađ loka á Húsavík. Viđ ţađ tćkifćri kom formađur Framsýnar óánćgju félagsins á framfćri viđ stofnunina.

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744