Vel sóttur kynningarfundur hjá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda

Fjölmenni var á opnu húsi hjá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda s.l. fimmtudag en þar stóð klúbburinn fyrir kynningarfundi um Kiwanishreyfinguna og starfið í

Benedikt forseti Skjálfanda og Þorgeir Baldursson.
Benedikt forseti Skjálfanda og Þorgeir Baldursson.
Fjölmenni var á opnu húsi hjá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda s.l. fimmtudag en þar stóð klúbburinn fyrir kynningarfundi um Kiwanishreyfinguna og starfið í klúbbnum.
 
Á síðasta ári fagnaði Skjálfandi að 40 ár voru frá stofnun klúbbsins. Björgunarsveitin Garðar mætti á staðinn með sýningu á farartækjum og búnaði, meðal annarra sem Skjálfandi hefur gefið sveitinni á liðnum árum eða styrkt kaupin.

Tilgangur fundarins var m.a. að vekja athygli á starfi klúbba eins og Skjálfanda, að starf þeirra væri milkivægt í samfélaginu og slíkir klúbbar kæmu að mörgum verkefnum og styrktu fjölmörg málefni ekki síst sem varðaði æskulýðsmál.
 
Innan klúbbsins í vetur hefur starfað “fjölgunarnefnd” sem hefur það markmið að vinna því að efla klúbbinn,  fjölga félögum og vekja áhuga fólks á starfsemi Skjálfanda í héraði og landsverkefnum. 
 
Kynningarfundurinn er m.a. afrakstur af starfi nefndarinnar og jafnvel hugsaður sem árviss atburður en þó með eitthvað mismunandi áherslum. 
 
Megin áherslur þessa fundar var “Eflum starf og vináttu í Kiwanis”  og að við værum að leita eftir nýjum félögum sem hefðu áhuga að vera með okkur í að bæta samfélagið okkar í anda Kiwanis. 

Fram kom á fundinum m.a. í ágætri ræðu Eysteins Kristjánnsonar, fulltrúa björgunarsveitarinnar Garðars, hve mikilvægt væri fyrir björgunarsveitina að eiga bakhjarl eins og Kiwanisklúbbinn Skjálfanda. Klúbburinn hefði alltaf verið boðinn og búinn að styrkja sveitina og hefur fært henni gegnum árin hverja stórgjöfina á fætur annarri svo sem Björgunarbátinn Jón Kjartansson, torfæruhjól, fjarskiptatæki af fullkomnustu gerð á hverjum tíma, nætursjónauka og nú síðast nýjustu bifreiðina í flota Garðars. 

Þá ávarpaði Ólafur Jónsson, svæðisstjóri Kiwanis, fundinn og sagði að innan Kiwanis hreyfingarinnar hefði það ætíð vakið athygli hið öfluga starf Skjálfanda i gegnum árin og hve duglegir þeir hafa verið í fjáröflunum og veitt myndarlega styrki flest ár til ýmissa líknarmála, íþrótta-og æskulýðsmála, heilbrigðis og öldrunarmála.  Og ekki hvað síst stórhug í tengslum við styrki og tækjagjafir  til Björgunarsveitarinnar Garðars í gegnum árin. 
 
Fundargestum var boðið upp á dýrindis kjötsúpu, og á eftir kaffi og konfekt yfir góðu spjalli við Skjálfandafélaga um klúbbinn og starfsemina  og hvað það væri sem heillaði við að starfa í Kiwanis klúbbi. 
 
Tókst þetta framtak og kynning á Kiwanisstarfinu í alla staði vel og á fundinn mættu milli 50 og 60 manns.
 
EgO/GJ.
 
Hér koma nokkrar myndir frá opnu húsi Kiwanismanna.
 
Kiwanis
 
Kiwanis
 
Kiwanis
 
Kiwanis
 
Kiwanis
 
Myndir Halli Sig.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744