Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO

Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Herðubreið.
Herðubreið.

Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningar-málastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). 

Í tilkynningu á vef Stjórnaráðs Íslands segir að ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heim-sminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar.

Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. 

Svæðið er einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúrunnar, samspils elds og íss og þeirrar jarðfræðilegu fjölbreytni sem af því leiðir og er sýnileg á yfirborði þjóðgarðsins. Landsvæðið sem um ræðir er afar stórt og um 12% Íslands eru þannig komin á heimsminjaskrá UNESCO sem einstakar náttúruminjar. 

Lesa meira hér 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744