Vaðlaheiðargöng opnuð 1. desember

Stefnt er að því að Vaðlaheiðargöng verði tekin í notkun 1. desember næstkomandi.

Vaðlaheiðargöng opnuð 1. desember
Almennt - - Lestrar 182

Stefnt er að því að Vaðlaheiðargöng verði tekin í notkun 1. desember næstkomandi.

Þetta kemur fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Vaðlaheiðargöngum hf. og verktakafyrirtækinu Ósafli sf., sem stefnir að því að afhenda göngin tilbúin til umferðar föstudaginn 30. nóvember.

rúv.is greindi frá þessu:

Upphaflega var áætlað að göngin yrðu tilbúin á seinni hluta ársins 2016. Þá var upphaflega áætlað að kostnaður við göngin yrði tæpir níu milljarðar. Haft var eftir stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga í frétt í mars á þessu ári að kostnaðurinn yrði líklega 16-17 milljarðar.

Þar segir einnig að, Vaðlaheiðargöng hf. og Ósafl sf. hafa nú gert samkomulag um fyrrnefndan verklokadag. Jafnframt hefur náðst samkomulag um uppgjör og greiðslu bóta til Ósafls samkvæmt úrskurði sáttanefndar sem starfar samkvæmt ákvæðum verksamnings. „Bæturnar eiga sér einkum rót í áhrifum af umfangsmeiri jarðhita á gangaleiðinni en vænst var og námu á verðlagi samningsins kr. 1.379 milljónum. Verkkaupi gerir ágreining um bótafjárhæðina og hefur í samræmi við reglur verksamningsins áskilið sér rétt til að fara með hann fyrir dómstóla,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Einari Hrafni Hjálmarssyni, verkefnisstjóra Ósafls, í tilkynningunni að gangagerðin hafi verið erfið áskorun og tekið mjög á starfsmenn vegna óvenju erfiðra jarðfræðilegra aðstæðna. Jarðhitinn hafi verið miklu meiri og útbreiddari en vænst hafi verið. „Við munum nú einhenda okkur í lokavinnuna, kalla til fleiri starfsmenn og setja fleiri á vaktir til þess að ná því marki að skila göngunum tilbúnum til umferðar 30. nóvember næstkomandi.“

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir í yfirlýsingunni að mikill léttir sé að geta opnað göngin áður en veturinn gangi í garð.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744