Tryggva Brands Jóhannssonar minnst á fundi sveitarstjórnar Norđurţings

Í upphafi fundar sveitarstjórnar Norđurţings sl. ţriđjudag minntist Óli Halldórsson forseti sveitarstjórnar Tryggva Brands Jóhannssonar sem lést ţann 28

Tryggvi Brandr Jóhannsson. Ljósmynd HH 2006.
Tryggvi Brandr Jóhannsson. Ljósmynd HH 2006.

Í upphafi fundar sveitarstjórnar Norđurţings sl. ţriđjudag minntist Óli Halldórsson forseti sveitar-stjórnar Tryggva Brands Jóhannssonar sem lést ţann 28 ágúst sl.

"Fallinn er frá Tryggvi Jóhannsson fyrrum starfsmađur Norđurţings og fulltrúi í sveitarstjórn.

Tryggvi var fćddur 10. apríl 1949 og var ráđinn til starfa á skrifstofu ţáverandi Húsavíkurbćjar ţann 1. nóvember 1974. 

Á starfsćvinni tók Tryggvi ađ sér margvísleg ábyrgđarstörf á vettvangi sveitarfélagsins, bćđi í hlutverki kjörins sveitarstjórnar-manns og einnig sem starfsmađur og yfirmađur í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Ţađ var fyrir aldarfjórđungi sem Tryggvi var fyrst kjörinn í sveitarstjórn Húsavíkurbćjar og sat í kjölfariđ í sveitarstjórn fram yfir sveitarstjórnarkosningar áriđ 2006. 

Á starfstíma Tryggva sem sveitarstjórnarmađur gengdi hann margvíslegum hlutverkum fyrir sveitarfélagiđ Norđurţing eins og setu í bćjarráđi, setu og forystu í nefndum og stjórnum á vettvangi sveitarfélagsins og samstarfsađila ţess.

Tryggvi var kjörinn forseti bćjarstjórnar eftr kosningar 2002 en hann lét síđar af störfum sem kjörinn fulltrúi til ađ sinna starfi sviđsstjóra á framkvćmda- og ţjónustusviđi sveitarfélagsins. 

Tryggvi lét af störfum hjá Norđurţingi og fór á eftirlaun áriđ 2018. 

Trggvi Jóhannsson er međal ţeirra sem sem mikinn svip hefur sett á sveitarfélagiđ Norđurţing og forvera ţess, Húsavíkurbć og fyrir hönd sveitarstjórnar Norđurţings vil ég votta Tryggva virđingu međ ţakklćti fyrir öll ţau störf sem hann hefur sinnt fyrir sveitarfélagiđ á liđnum árum. 

Fjölskyldu og ađstandendum Tryggva sendi ég dýpstu samúđarkveđjur" sagđi Óli Hallórsson.

Sveitarstjórn Norđurţings reis úr sćtum og minntist Tryggva Jóhannssonar.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744