Þú skiptir máli
- #hvertatkvæðitelur

Nú styttist óðum í kosningar
og hver veit hvað kjósa skal?

Þú skiptir máli
- #hvertatkvæðitelur
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - - Lestrar 467

Jóna Björg Arnardóttir.
Jóna Björg Arnardóttir.

Nú styttist óðum í kosningar
og hver veit hvað kjósa skal?
Ég er ekki að tala um neinar kvaðningar,
ég þarf bara að taka þig á smá tal.

Baráttan oft erfið er.
Og vart hægt að segja hvernig fer.
En skal ég þér segja gamli refur,
að hvert einasta atkvæði telur!

Því öll viljum við hafa hér sveitarstjórn,
sem hegðar sér ekki eins og ríkisstjórn.
Þetta eru jú allt saman okkar vinir,
þau þurfa ekki að hegða sér eins og hinir.

Lestu frá þeim bæklinga,
og skiptu þeim svo til helminga.
Með hverjum viltu helst vera?
Og hverja skal niður skera?

Við erum ekki að tala um giftingu,
eins og að kjósa flokk vegna skuldbindingu.
Þetta er þitt líf, þitt val, hvar þarf til hendinni að taka.
Ekki mömmu pabba, frænd‘ eða maka.

Svo hugsa skalt þinn gang kæri kjósandi,
áður en þú mætir á kjörstaðinn fagnandi.
Þar sem þú hefur alltaf valið sama stafinn,
því þú ert svo rosa vel upp alinn.

Nei kjóstu heldur af sannfæringu.
Og leyfðu þér að treysta á bætingu.
Það geta allir gert betur,
í stað þess að bíða og sjá hvað setur.

Ég veit að þú kennir ekki gömlum hund‘ að sitja,
en þú ert ekki tré þú mátt þig flytja!

Ekki æsa þig strax þetta er alls enginn áróður.
Þetta kallast kannski frekar, svolítill eldmóður.
Að þú nýtir þinn rétt og mætir á kjörstað,
Því án þín getur ei Norðurþing blómstrað.

Grasið er ekki alltaf grænna hjá hinum,
til dæmis þessum þarna í firðinum.
Því gömul vísa er aldrei of oft kveðin,
Við þurfum bara öll að vökva beðin.

Látum hjartað ráða för,
Því þetta snýst jú allt,
um okkar lífskjör!

Jóna Björg Arnardóttir, 15. sæti S-lista Samfylkingar og annars félagshyggjufólks


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744