Þú skiptir máli - #hvert atkvæði telur

Á morgun eru kosningar og það er okkur öllum mikilvægt að sem flestir nýti kosningaréttinn sinn.

Þú skiptir máli - #hvert atkvæði telur
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - - Lestrar 413

Á morgun eru kosningar og það er okkur öllum mikilvægt að sem flestir nýti kosningaréttinn sinn.

Þannig er líklegast að þau sem fái umboð til að stjórna geri það í krafti sem flestra. Samfélagið  Norðurþing er með stjórt hjarta og öfluga framtíðarsýn en hinsvegar er íbúafjöldi hóflegu og því skiptir hvert atkvæði hlutfallslega svo miklu máli . 

Okkar listi leggur áherslu á að allir fái tækifæri til að þroskast og dafna og þá er sérstaklega gaman að segja frá því að í þetta skiptið ákváðum við að tefla fram konu í fyrsta sæti og er það í fyrsta skipti sem kona leiðir lista í Norðurþingi. Það er mikilvægt að þau sem leiða samfélagið taki ákvarðanir sem leiða til þess að allir samfélagshópar eigi jöfn tækifæri í stjórnunarstöður. Við erum vakandi og munum ávallt breyta í átt að jafnræði. 

Við hvetjum bæjarbúa til að taka afstöðu og nýta réttinn til að velja. Það skiptir höfuðmáli að þau sem stjórna hugsi bæði með hjarta og huga og mikilvægt er að ákvarðanir séu teknar með hag sem flestra að leiðarljósi. Þar kemur jafnaðarhugsjónin sterkt inn og með hana að vopni treystum við okkar leiðtogum til að takast á við þau krefjandi verkefni sem seta í sveitarstjórn er.

Í lokin er hér létt vísa frá hirðskáldinu okkar honum Jónasi Friðriki sem situr í 14. sæti;

Kosningar

Sumum þykir lífið leitt 

og langar ekki að kjósa neitt 

En ef þið vilið vera hress 

er vinsælt ráð að kjósa S.

S-listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks 

S listinn 2018


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744