Þú skiptir máli

"5.des s.l. héldum við okkar sjötta fræðslu- og kaffihússkvöld, en á þeim bjóðum við upp á margvíslega fræðslu fyrsta þriðjudagkvöld hvers mánaðar.

Þú skiptir máli
Aðsent efni - - Lestrar 615

"5.des s.l. héldum við okkar sjötta fræðslu- og kaffihússkvöld, en á þeim bjóðum við upp á margvíslega fræðslu fyrsta þriðjudagkvöld hvers mánaðar. 

Að þessu sinni var umræðuefnið „Forvarnir hefjast heima“ - fræðsla um einelti. Stundin hófst með léttri tónlist frá honum Davíð Helga Davíðssyni en hann lék nokkrar vel valdar ”ábreiður” til að koma gestum í réttu stemninguna. Eftir það tók Elvar Bragason forvarnafulltrúi til máls og fræddi gesti um afleiðingar eineltis, hvernig samfélagið getur brugðist við þessum málefni sem allt of oft er ekki unnið úr og er stöðugt að koma aftan að okkur. Í fræðslunni kom fram, að hægt er að stöðva þetta með ýmsum leiðum. Einn þáttur í því er að tala um eineltið, sýna ábyrgð, sýna hvort öðru virðingu,eiga þá fyrst og fremst heilbrigð samskipti , börnin læra það sem fyrir þeim er haft og forvarnir hefjast heima. Eftir fræðsluna sagði Auður Þorgerður Jónsdóttir sína sögu af einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla, en Auður er ein úr ”ÞÚ skiptir máli” hópnum.

Síðastliðið sunnudagskvöld, 17.des., héldu samtökin jólaskemmtun Tónasmiðjunnar „Jólin alls staðar“ sem var m.a. sýning á afrakstri smiðjunnar þar sem hinir ungu og efnilegu nemendur komu fram ásamt góðum gestum, reyndari tónlistarfólki úr samfélaginu. Þar spiluðu þau og sungu inn jólin á fallegri hátíðarstund, ásamt því að nemendur Tónasmiðjunnar sýndu frumsamið leikrit sem krakkarnir hafa verið að skrifa handrit að og forma á æfingum á undanförnum vikum. Þessi stund okkar var vel sótt. Við erum rosalega þakklát fyrir þá viðurkenningu sem samfélagið hefur sýnt þessu verkefni okkar.

Tónasmiðjan mun byrja aftur af krafti 10. og 11. janúar n.k. og eru skráningar hafnar. Við munum vera með þrjá aldursskipta hópa , 7-10ára , 10-15 ára , og 16-18 ára.

Á annan dag jóla n.k., 26.des, munu samtökin okkar standa fyrir opnu húsi í Bjarnahúsi, þar sem við opnum húsið fyrir gestum úr samfélaginu okkar, fólki, sem er einmana og kvíðir jólunum. Þar munum við bjóða upp á veitingar, tónlist , jólagjafir o.fl. það er okkur sannur heiður að gera þetta, því að við vitum að til er fólk hér í Norðurþingi, sem stendur illa félagslega. Það á enginn að þurfa að vera einmana yfir hátíðirnar og þess vegna munum við blása til þessarar stundar því ÞÚ skiptir máli. Njótum þess saman og eigum saman góða samverustund, gleði og friðarjól.

Nú er árið að líða frá okkur, margt hefur unnist og getum við með sanni sagt, að við höfum lagt mikið á okkur til að fólkið hér í Norðurþingi finni, að það skiptir máli. Við munum halda starfinu áfram á nýju ári af sama krafti og við höfum gert þetta ár. Við erum full þakklætis fyrir þann stuðning og hvatningu, sem við höfum fengið frá ykkur. Við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og hafið það extra gott yfir hátíðirnar.

f.h. Forvarna og fræðslusamtökin 

ÞÚ skiptir máli í Norðurþingi

Elvar Bragason forvarnafulltrúi.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744