Styrkveitingar til Sjúkraþjálfunar Húsavíkur

Félagar í Lionsklúbbi Húsavíkur og Kiwanisklúbbnum Skjálfanda komu færandi hendi í Sjúkraþjálfun Húsavíkur í byrjun vikunnar.

Styrkveitingar til Sjúkraþjálfunar Húsavíkur
Almennt - - Lestrar 525

Sjúkraþjálfarar ásamt Lions- og Kiwanismönnum.
Sjúkraþjálfarar ásamt Lions- og Kiwanismönnum.

Félagar í Lionsklúbbi Húsavíkur og Kiwanisklúbbnum Skjálfanda komu færandi hendi í Sjúkraþjálfun Húsavíkur í byrjun vikunnar.

Þar afhentu þeir formlega tvo svokallað þrískipta meðferðarbekki, en klúbbarnir höfðu fjármagnað kaup á sitthvorum bekknum.

Fram kom í máli Bjargar Björnsdóttir sjúkraþjálfara þegar hún þakkaði þessar höfðinglegu gjafir að fleiri félög hafi nýverið veitt sjúkraþjálfuninni rausnarlega fjárstyrki til tækjakaupa. Keyptur var stuttbylgjuhaus og armur fyrir hann ásamt heitum bökstrum

Þessi félög eru Soroptimistaklúbbur Húsavíkur, Kvenfélagið Aldan Tjörnesi, Kvenfélag Reykjahrepps, Kvenfélag Aðaldæla, Kvenfélag Mývatnssveitar og Kvenfélagið Hildur í Bárðardal. 

Sjúkraþjálfarar vilja koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir hlýhug og rausn.

Sjúkraþjálfun Húsavíkur

Sjúkraþjálfarar ásamt nokkrum Lions- og Kiwanismönnum við og á bekkjunum góðu.

Ljósmynd Jóhanna Svava Sigurðardóttir.



 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744