Steypireyðagrindin til varðveislu á Húsavík

Ákveðið hefur verið að steypireyðurin sem rak á land við Skaga árið 2010 verði höfð til varðveislu á Húsavík.

Steypireyðagrindin til varðveislu á Húsavík
Almennt - - Lestrar 584

Steypireiðagrindin verður varðveitt á Húsavík.
Steypireiðagrindin verður varðveitt á Húsavík.

Ákveðið hefur verið að steypi-reyðurin sem rak á land við Skaga árið 2010 verði höfð til varðveislu á Húsavík. 

Þetta tilkynnti forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kjördæmisþingi Framsóknar-flokksins sem haldið er um helgina á Hallormsstað.

Á Húsavík tekur Hvalasafn Húsavíkur við grindinni en safnið er eina hvalasafnið á Íslandi. Það er markmið Hvalasafnsins og fleiri aðila að byggja upp í kringum þá uppbyggingu sem fylgir beinagrind af stærsta dýri sem lifir á jörðinni.

Eins og kom fram á 640.is í gær hlaut Hvalasafnið á Húsavík viðurkenningu Safnaráðs fyrir árið 2014 og er það ákveðin gæðavottun á starfsemi safnsins.

Verði í framtíðinni byggt náttúruminjasafn á Íslandi verður hugað að steypireiðagrindinni á því safni.

Húsavík

Húsavík.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744