Stelpurnar komnar áfram í bikarnum

Völsungur fékk Sindra í heimsókn í kvöld þegar leikið var í Mjólkurbikar kvenna.

Stelpurnar komnar áfram í bikarnum
Íþróttir - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 180

Harpa Ásgeirsdóttir kom Völsungum á bragðið.
Harpa Ásgeirsdóttir kom Völsungum á bragðið.

Völsungur fékk Sindra í heimsókn í kvöld þegar leikið var í Mjólkurbikar kvenna.

Það leit út fyrir að liðin færu markalaus til hálfleiks en Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði Völsungs sá um að svo færi ekk þegar hún skoraði á 41. mínútu leiksins.

Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna þegar um hálftími var til leiksloka og þar við sat.

Lokatölur 2-0 fyrir Völsungi og þær grænu komnar áfram í bikarnum.

 

 


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744