Söguskilti um daglegt líf hermanna á Heiðarfjalli

Við rætur Heiðarfjalls á Langanesi eru nú komin upp fræðandi og skemmtileg söguskilti um líf og störf hermanna á Heiðarfjalli.

Við rætur Heiðarfjalls á Langanesi eru nú komin upp fræðandi og skemmtileg söguskilti um líf og störf hermanna á Heiðarfjalli.

Á vef Langanesbyggðar segir að verkefnið hafi hafist árið 2016 sem samstarfsverkefni Langanesbyggðar og Þekkingarnets Þingeyinga.

Ránar Jónsson sagnfræðinemi var fenginn til gagnavinnu, unnu hann og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir saman að verkefninu en safnað var saman ljósmyndum, sögum og upplýsingum frá hermönnum.

"Brunabot.is styrkti verkefnið og fá þakkir fyrir það. Einnig þeir fjölmörgu sem veittu upplýsingar, lásu yfir texta og veittu aðstoð. Svona verkefni tekur drjúgan tíma ef vel á að vera. Vegurinn að skiltunum er fær öllum bílum en uppá fjallið er eingöngu fært á fjórhjóladrifnum bílum þar sem hann er nokkuð grýttur.

Við vonum að heimamenn sem og ferðamenn hafi gaman að þessari viðbót við áfangastaði á svæðinu en allur texti á skiltunum er bæði á íslensku og ensku" segir í fréttinni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744