Tónlistarveislan í Gamlabænum heldur áfram.

Tónlistarveislan í Gamlabænum heldur áfram í kvöld þegar Skúli mennski og Robert the Roommate stíga á svið.

Tónlistarveislan í Gamlabænum heldur áfram.
Auglýsing - - Lestrar 232

Tónlistarveislan í Gamlabænum heldur áfram í kvöld þegar Skúli mennski og Robert the Roommate stíga á svið.

Skúli mennski hefur verið iðinn í íslensku tónlistarlífi í um áratug og hefur sent frá sér þrjár sólóplötur síðustu þrjú ár. Skúli mennski og hljómsveitin Grjót árið 2010, Búgí! árið 2011 og nú síðast Blúsinn í fangið í nóvember 2012. Síðustu misseri hefur Skúli komið fram á hátíðum á borð við Blúshátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Gærunni á Sauðárkróki en einnig hefur hann sótt frændur okkar í Noregi og Svíþjóð heim.

Tónlist Skúla á ættir að rekja til amerískrar sveita og þjóðlagatónlistar en jazz og blúsáhrifin fljóta á yfirborðinu í allra augsýn. Meðlimir Skúla mennska eru:

Skúli mennski, gítar og söngur
Daníel Helgason, gítar
Kristinn Gauti Einarsson, trommur

Robert the Roommate var stofnuð á vordögum 2010, fyrst með það í huga að spila saman tónlist gamalla meistara á borð við Bob Dylan og Leonard Cohen. Strax um haustið tók sveitin þátt í Lennon ábreiðulagasamkeppni Rásar 2 og bar sigur úr bítum. Nú einbeitir hljómsveitin sér hins vegar að frumsömdu efni sem má kannski helst lýsa sem þjóðlagaskotinni popp og rokktónlist. Robert the Roommate fagnar um þessar mundir sinni fyrstu hljóðversplötu, samnefndri sveitinni, sem kom út í apríl á þessu ári. Meðlimir Robert the Roommate eru:

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, söngur
Daníel Helgason, gítar
Kristinn Gauti Einarsson, slagverk
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin í Gamlabæinn á mánudagskvöldi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744