Samið á ný um raforku fyrir Bakka

Landsnet hefur undirritað nýtt samkomulag við PCC um raforkuflutninga vegna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Samið á ný um raforku fyrir Bakka
Almennt - - Lestrar 316

Í Bakkakrók.
Í Bakkakrók.

Landsnet hefur undirritað nýtt samkomulag við PCC um raf-orkuflutninga vegna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Að sögn Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets, vonast fyrirtækin til þess að með samningnum komist aftur skrið á verkefnið.
 

Undirbúningur vegna þess fer nú aftur af stað hjá Landsneti og framkvæmdir geta hafist um leið og öllum fyrirvörum hefur verið aflétt, þar á meðal um samþykki ESA, segir í tilkynningu frá Landsneti. ESA hafði efasemdir um fyrri samning fyrirtækjanna og taldi að tekjur af orkusölu til PCC yrðu ekki nægar miðað við áætlaðan kostnað við Þeistareykjavirkjun. Það kynni að fela í sér ívilnun til PCC. Nýi samningurinn hefur verið sendur ESA til samþykktar.

Miðað er við að orkuafhending hefjist í nóvember 2017. Áætluð aflþörf fyrsta áfanga verksmiðunnar er 52 megavött (MW).

Orkan kæmi að mestu frá Þeystareykjavirkjun, en Þeistareykir eru í orkunýtingarflokki. (ruv.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744