Rafmögnuð stemning hjá Norðursiglingu

Í samræmi við stefnu Norðursiglingar um umhverfisvæna starfsemi keypti fyrirtækið nýlega tvo VW e-Golf rafmagnsbíla.

Rafmögnuð stemning hjá Norðursiglingu
Almennt - - Lestrar 497

Annar e-Golf rafmagnsbíll Norðursiglingar.
Annar e-Golf rafmagnsbíll Norðursiglingar.

Í samræmi við stefnu Norður-siglingar um umhverfisvæna starfsemi keypti fyrirtækið nýlega tvo VW e-Golf rafmagnsbíla.

Bílarnir verða notaðir á söluskrifstofu félagsins í Reykjavík og á aðalskrifstofunni á Húsavík.

Á heimasíðu Norðursiglingar segir að merking bílanna þykir hafa heppnast einstaklega vel og voru það auglýsingastofan Blokkin og Áberandi sem sáu um hönnun og merkingu.

e-Golf rafmagnsbílarnir voru merktir með myndum frá hvalaskoðun og ævintýraferðum ásamt því að endurspegla áherslur Norðursiglingar í umhverfismálum.

Norðursigling

F.v. Birna Lind Björnsdóttir sölustjóri Norðursiglingar, Árni Þorsteinsson sölustjóri nýrra bíla hjá Heklu og Heimir Harðarson skipstjóri hjá Norðursiglingu handsala kaupin á tveimur nýjum e-Golf.

Samhliða þessum kaupum standa yfir breytingar á seglskipinu Opal í Húsavíkurslipp, þar sem verið er að setja um borð nýtt rafmagnskerfi, rafhlöður og drif. Lesa nánar hér

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af heimasíðu Norðursiglingar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744