Piparkökuhúsin hans Guðna Braga

Guðni Bragason tónlistarkennari hefur undanfarin ár bakað piparkökuhús fyrir jólin og eru þau hvert öðru glæsilegra.

Piparkökuhúsin hans Guðna Braga
Fólk - - Lestrar 925

Guðni Bragason.
Guðni Bragason.

Guðni Bragason tónlistarkennari hefur undanfarin ár bakað piparkökuhús fyrir jólin og eru þau hvert öðru glæsilegra.

Guðni segist ekki hafa alist upp við piparkökuhúsagerð, “Nei nei, ég byrjaði á þessu árið 2007 og hef haldið þessu áfram upp frá því. Það má segja að þetta sé orðið ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna hjá okkur en ég byrja piparkökuhúsagerðina sjálfa um miðjan nóvember. Þá baka ég, set saman og skreyti en allt ferlið tekur þó lengri tíma”.

Fyrstu árin var Guðni ekki með nein ákveðin hús í huga við piparkökuhúsa-gerðina en það breyttist í fyrra þegar hann hafði æskuheimili móður sinnar, Vegamót, sem fyrirmynd. Og í ár er það Sultir í Kelduhverfi, ættaróðal Rannveigar konu hans, sem varð fyrir valinu.

En hvernig fer piparkökuhúsagerðin fram ?

“Þessi sem ég gerði núna og í fyrra voru gerð eftir eftir myndum. Í Sultum tók myndir af öllum hliðum hússins og síðan var sest niður með blöð, reglustiku, blýant, reiknivél og hafist handa við að teikna, mæla og skera síðan út einingarnar.

Þá var deigið hnoðað og flatt út og að því loknu hófst ég handa handa við að skera eftir blöðunum/skapalónunum og baka. Þegar búið er að baka hefst vinnan við að reisa húsið en þar svindla ég svolítið finnst mörgum. Ég nota sem sagt límbyssu við verkið sem er mun þægilegra en að vera brasa með sykurbráð eða súkkulaði”. Segir piparkökugerðarmaðurinn Guðni og bætir við að maður þurfi að vera vel upplagður, með góð áhöld við skurðinn og vel vakandi við baksturinn. Þá klikkar ekkert.

Sultir

Piparkökuhúsið hans Guðna í ár.

Sultir í Kelduhverfi.

Íbúðarhúsið í Sultum í Kelduhverfi er fyrirmyndin að piparkökuhúsinu í ár.

Vegamót

Vegamót þar sem afi  og amma Guðna bjuggu var fyrirmyndin að piparkökuhúsinu í fyrra.

2011

2011.

2010

2010.

2009

2009.

2008

2008.

2007

2007. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744