Óli leiđir V-lista Vinstri-grćnna og óháđa í Norđurţingi

V-listi Vinstri-grćnna og óháđra í Norđurţingi hefur kynnt frambođslista til sveitarstjórnarkosninga áriđ 2018.

Óli leiđir V-lista Vinstri-grćnna og óháđa í Norđurţingi
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 650 - Athugasemdir (0)

Óli Halldórsson.
Óli Halldórsson.

V-listi Vinstri-grćnna og óháđra í Norđurţingi hefur kynnt frambođslista til sveitarstjórnarkosninga áriđ 2018.

V-listinn hefur veriđ leiđandi í sveitarstjórn Norđurţings á líđandi kjörtímabili. V-listinn hefur átt stóran ţátt í ţeim mikla viđsnúningi sem náđst hefur í rekstri Norđurţings og komiđ mikilvćgum málum í framkvćmd á tímabilinu.  Listinn býđur nú fram međ bćđi reyndu og nýju fólki sem kemur víđa frá  hinu víđfema svćđi Norđurţings.

Óli Halldórsson, formađur byggđarráđs Norđurţings á líđandi kjörtímabili leiđir listann. Annađ sćti listans skipar Kolbrún Ada Gunnarsdóttur kennari og deildarstjóri, Berglind Hauksdóttir leikskólakennari í ţriđja sćti og Sif Jóhannesdóttir ţjóđfrćđingur og sveitarstjórnarmađur í fjórđa sćti. Guđmundur H. Halldórsson málarameistari skipar fimmta sćtiđ og Röđull Reyr Kárason ţjónustufulltrúi sjötta sćtiđ. 

V-listinn hefur nokkra sérstöđu međal annarra frambođa í Norđurţingi og víđar ađ ţví leyti ađ konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Auk ţess ađ konur skipi ţrjú af fjórum efstu sćtunum ţá eru ţćr 11 talsins á móti 7 körlum á listanum í heild. Međ ţessu vill V-listi Vinstri-grćnna og óháđra sýna í verki ađ tími sé kominn til ađ auka hlut kvenna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi og draga fram ţau áherslumál sem konum eru hugleikin í almannaţjónustu og forgangsröđun almennt.  

FJÖLSKYLDAN og UMHVERFIĐ eru megináherslumál V-listans í Norđurţingi áriđ 2018. Málefnaskrá listans verđur kynnt á Húsavík laugardaginn 28. apríl í tilefni af heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsćtisráđherra. 

VG og óháđir

V- listi Vinstri grćn og óháđir í Norđurţing fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er eftirfarandi:

1. Óli Halldórsson, ​​Forstöđumađur ​​​​Húsavík
2. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir ​Grunnskólakennari ​​​Húsavík​
3. Berglind Hauksdóttir ​​Leikskólakennari​​​ Húsavík
4. Sif Jóhannesdóttir ​​Ţjóđfrćđingur​​​​ Húsavík
5. Guđmundur H. Halldórsson​ Málarameistari Húsavík
6. Röđull Reyr Kárason ​​Ţjónustufulltrúi ​​​​Húsavík
7. Nanna Steina Höskuldsdóttir ​Verkefnastjóri og bóndi ​​​Raufarhöfn
8. Stefán L. Rögnvaldsson ​Bóndi ​​​​​Öxarfirđi
9. Aldey Traustadóttir ​​Hjúkrunarfrćđingur​​​Húsavík
10. Guđrún Sćdís Harđardóttir ​Grunnskólakennari ​​​Reykjahverfi
11. Selmdís Ţráinsdóttir ​​Ěţrňtta-og heilsufrćđingur ​​Húsavík
12. Silja Rún Stefánsdóttir ​​Bústjóri ​​​​​Öxafirđi
13. Ađalbjörn Jóhannsson​ ​Verkamađur​​​​ Reykjahverfi
14. Jóna Birna Óskarsdóttir ​Leikskólaleiđbeinandi ​​​Húsavík
15. Ađalsteinn Örn Snćţórsson ​Lífrćđingur ​​​​Kelduhverfi
16. Sólveig Mikaelsdóttir ​​Sérkennsluráđgjafi ​​​Húsavík
17. Trausti Ađalsteinsson ​​Afgreiđslustjóri ​​​​Húsavík
18. Ţórhildur Sigurđardóttir ​Kennari ​​​​​Húsavík


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744