Norðurþing greiðir mest

Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest allra atvinnurekenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals um kr. 13,9 milljónir árið 2018.

Norðurþing greiðir mest
Almennt - - Lestrar 206

Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest allra atvinnurekenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals um kr. 13,9 milljónir árið 2018. 

Rétt á eftir kemur PCC BakkiSilicon hf. Árið áður greiddi Beck&Pollitzer Polska mest eða um 20 milljónir.

Í tilkynningu á heimasíðu Framsýnar segir að innifalið sé í upphæðinni élagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar.

"Eins og sjá má er PCC BakkiSilicon hf. strax orðinn gríðarlega mikilvægur vinnustaður á svæðinu og greiðir háa skatta til samfélagsins og gjöld til þeirra stéttarfélaga sem starfsmenn fyrirtækisins tilheyra" segir í tilkynningunni. 

Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar 2018 eftir röð:

Sveitarfélagið Norðurþing

PCC BakkiSilicon hf.

Beck&Pollitzer Polska

GPG. Seafood ehf.

Norðlenska matarborðið ehf.

Íslandshótel hf.

Brim hf.

Ríkisjóður Íslands

Hvammur

Þingeyjarsveit

Jarðboranir hf.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744