Norðlenska vill dreifa gori og blóði til uppgræðslu á Ærvíkurhöfða

Norðlenska óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð Norðlenska til uppgræðslu á

Ærvíkurhöfðinn sunnan Saltvíkur.
Ærvíkurhöfðinn sunnan Saltvíkur.

Norðlenska óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð Norðlenska til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur.

Í fundargerð Skipulags- og framkvæmdarráðs Norðurþings frá því í gær segir: 

Á undanförnum árum hefur gori og blóði frá Norðlenska verið dreift á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. Nú sér fyrir endann á því verkefni. Í sláturtíð falla til um 500 tonn af blóði og gori sem reiknað er með að verði dreift á um 15 ha af landi.
 
Landið þarf að vera afgirt og beit ekki heimiluð á landinu í 20 ár eftir síðustu dreifingu. Því hefur verið velt upp hvort mögulegt sé að dreifa þessum úrgangi innan fyrirhugaðs skógræktarlands á Ærvíkurhöfða. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðhorf
 
Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sem ekki leggst gegn hugmyndinni. HNE minnir hinsvegar á að förgunin sé háð samþykki MAST. Ennfremur hefur verið rætt við hagsmunaaðila á svæðinu.
 
Skipulags- og framkvæmdaráð er sammála um að taka svæðið á Ærvíkurhöfða til skoðunar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda MAST erindi þess efnis.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744