Mynd dagsins - Nóri og Tómas buðu upp á bleikt límonaðiMynd dagsins - - Lestrar 254
Brynjúlfur Nóri Ólason og Tómas Orri Stefánsson, vinir og bekkjarfélagar úr Borgarhólsskóla, buðu gestum og gangandi upp á bleikt límonaði í haustblíðu dagsins.
Viðtökur voru góðar en salan fór fram við Garðarsbraut, nánar tiltekið á gangstéttinni framan við Formannshúsið.
Þegar ljósmyndari 640.is kom þar að var rífandi gangur hjá þeim og vinirnir ánægðir hve vel gekk á kútinn.
Eins og sönnum kaupmönn-um sæmir voru Nóri og Tómas með tilboð sem hljóðaði þannig að ef viðskipta-vinurinn keypti tvö glös fékk hann það þriðja frítt.
Auk þess buðu þeir upp á fría mæru með hverju glasi og féll það í góðan jarðveg hjá kaupendum.
Brynjúlfur Nóri tv. og Tómas Orri prýða mynd dagsins.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.