Mikil samstađa á fundi Framsýnar í kvöld

Samninganefnd Framsýnar sem skipuđ er stjórn og trúnađarmannaráđi félagsins kom saman til fundar í kvöld.

Mikil samstađa á fundi Framsýnar í kvöld
Ađsent efni - - Lestrar 842

Samninganefnd Framsýnar sem skipuđ er stjórn og trúnađar-mannaráđi félagsins kom saman til fundar í kvöld. 

Mikill og góđur baráttuhugur var á fundinum og ljóst ađ félagsmenn eru tilbúnir í átök til ađ fylgja eftir sanngjörnum kröfum sem Samtök atvinnulífsins hafa ţegar hafnađ. 
 
Fundurinn samţykkti ađ senda frá sér svohljóđandi ályktun:
 

„Framsýn, stéttarfélag skorar á félagsmenn og verkafólk um land allt er fellur undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins ađ greiđa atkvćđi međ bođun verkfalls, en atkvćđagreiđsla hefst mánudaginn 23. mars.

Samstađa verkafólks er lykillinn ađ betri kjörum og réttlćti. Látum ekki Samtök atvinnulífsins komast upp međ málflutning sem felur í sér ađ ekki sé svigrúm til launahćkkana hjá ţeim tekjulćgstu og allt fari fjandans til verđi orđiđ viđ sanngjörnum kröfum Starfsgreinasambandsins. Ţađ er á sama tíma og tug-prósenta hćkkanir flćđa inn í launaumslög tekjuhćstu hópana í landinu án ţess ađ varađ sé viđ ţví sérstaklega.

Međ ţví ađ samţykkja verkfallsađgerđir er íslenskt verkafólk ađ senda skýr skilabođ um ađ ţađ geri eđlilegt tilkall til ţess ađ fá sinn skerf af ţjóđarkökunni og hafnar međ skýrum hćtti brauđmolavćđingu Samtaka atvinnulífsins.

Látum samstöđuna tala sínu máli, ţannig náum viđ best árangi í baráttunni fyrir bćttum kjörum verkafólks.“


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744