Međ álfum

Út er komin bókin Međ álfum. Ćvisaga flökkukonunnar Ingiríđar Eiríksdóttur frá Haga í Ţingeyjarsýslu 1777-1857 eftir Yngva Leifsson sagnfrćđing frá

Međ álfum
Almennt - - Lestrar 290

Yngvi Leifsson.
Yngvi Leifsson.

Út er komin bókin Međ álfum. Ćvisaga flökkukonunnar Ingiríđar Eiríksdóttur frá Haga í Ţingeyjarsýslu 1777-1857 eftir Yngva Leifsson sagnfrćđing frá Húsavík. 

 

Útgefandi er Sögufélag. Hér er um sögulegt frćđirit ađ rćđa, en ţó međ óbrotnum söguţrćđi ţar sem fylgst er međ ćvi Ingiríđar frá vöggu til grafar. Ţetta er frásögn af ferđalögum flökkukonu og örlögum hennar ţegar árferđi var óvenju hart

Hćgt er ađ nefna Skaftárelda og Móđuharđindi í ţví samhengi, og kaldlyndi yfirvalda gagnvart flökkufólki í sögulegu hámarki ţar sem ný lög gegn flakki og lausamennsku áttu ađ afmá allt slíkt úr íslensku samfélagi,“ segir Yngvi í samtali viđ Landpóstinn.

En hver er Ingiríđur og hversvegna ţessi áhugi á henni?

„Ingiríđur var dćmigerđur lausaleikskrói í ćsku og var send bć frá bć, sífellt upp á náđ og miskun annara komin, ţar sem móđir hennar hafđi ekki ráđ á ađ hafa hana hjá sér. Ţađ er ţví ekki erfitt ađ ímynda sér hvađan rótleysiđ kom. Ţađ má segja ađ áhugi minn hafi komiđ ţegar ég sá hversu skýra mynd af sögu lands og ţjóđar ţađ getur gefiđ ađ rannsaka eina manneskju eins og Ingiríđi. Áherslur yfirvalda og hvers konar ţjóđfélagsmynd ţau vildu móta, eđa halda í horfinu, kemur skýrt fram. Einnig virkni réttarkerfisins, svo sem hvernig líkamlegar refsingar voru lagđar á fólk, hvernig réttarhöld fóru fram, hvernig var ađ dúsa í tukthúsinu á Arnahóli eđa sitja í gćsluvarđhaldi hjá hreppstjórum um aldamótin 1800. Svo eru ţađ persónulegu fletirnir, örvćntingin, eins og hvađ gerir heimilislaus kona sem eignast lausaleikskróa á flakki. Rannsókn á ćvi Ingiríđar hefur svarađ öllum ţessum spurningum og svo miklu fleiri.“

Međ álfum er fyrsta bók höfundar, má eiga von á fleiri?

„Ég hef afskaplega gaman af ţví ađ rannsaka og skrifa sagnfrćđi ţannig ađ vonandi gefst mér tćkifćri á ađ skrifa fleiri bćkur um sögu Íslands. Nú er ég hins vegar ađ vinna ađ riti um sögu vćndis í Salamanca á Spáni, ţar sem ég hef búiđ í um fjögur ár. Ritiđ mun ég leggja inn sem doktorsritgerđ viđ Háskólann í Salamanca, en ţađ er of snemmt ađ segja til um hvenćr ţađ rit kemur út og alls óvíst ađ ţađ komi út á íslensku.“

Ekkert á heimleiđ?

„Ég mun alltaf líta á Ísland sem mitt heimili og stundum sakna ég ţess mjög mikiđ. Ég mun koma heim en hvort ţađ verđur eftir tvö ár eđa 20 veit ég ekki.“

Yngvi Leifsson er ţó á leiđ heim til Íslands í frí og mun dvelja á Húsavík yfir hátíđarnar. Međ álfum fćst nú ţegar í öllum betri bókaverslunum landsins. Á Ţorláksmessu verđur Yngvi staddur í Bókaverslun Ţórarins Stefánssonar á Húsavík Ţar sem hann mun árita bók sína.

„Já ćtli ţađ verđi ekki fljótlega eftir skötu,“ segir hann ađ lokum.

Međ álfum

Egill Páll Egilsson nemi í fjölmiđlafrćđi viđ Háskólann á Akureyri tók ţetta viđtal viđ Yngva og birtist ţađ á fréttavef fjölmiđlafrćđinema, Landpóstinum.

640.is fékk góđfúslegt leyfi hjá Agli til ađ endurbirta viđtaliđ.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744