Lionsmenn selja Rauðu fjöðrina um helgina

Í dag keypti Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fyrstu Rauðu fjöðrina 2015 af Lionshreyfingunni í Kringlunni í Reykjavík.

Lionsmenn selja Rauðu fjöðrina um helgina
Almennt - - Lestrar 521

Eygló Harðardóttir keypti fyrstu rauðu fjöðrina.
Eygló Harðardóttir keypti fyrstu rauðu fjöðrina.

Í dag keypti Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fyrstu Rauðu fjöðrina 2015 af Lionshreyfing-unni í Kringlunni í Reykjavík.

Þar með hófst formlega landssöfnun Lionshreyfingar-innar undir merkjum Rauðu fjaðrarinnar.

Einn af umdæmisstjórum Lions, Einar Þórðarson, afhenti Eygló fjöðrina og óskaði hún Lionsfólki um land allt góðs í söfnuninni og lýsti mikilli ánægju með framtakið. 

Ágóðinn af sölunni fer til kaupa á leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Slíkir hundar valda straumhvörfum í lífi fólks sem fær þá til umráða og vinasamband verður til úr vinnusambandi. Hver hundur getur kostað alls um 8-10 milljónir króna og ljóst er að þörfin er að minnsta kosti tvöfalt meiri en framboðið um þessar mundir. Hundarnir eru sérvaldir, fara gegnum stranga þjálfun og eru yfirleitt til þjónustu reiðubúnir við 2 1/2 árs aldur. 

Hægt er að leggja málefninu lið með því að kaupa Rauðu fjöðrina, greiða valkröfu í heimabanka eða hringja í 904 1010 (1000 kr.), 904 1030 (3.000 kr.) eða 904 1050 (5.000 kr.).
 
Einnig má leggja upphæð að eigin vali inn á reikning Lionshreyfingarinnar: 0111-26-100230, kt. 640572-0869.
 
Rauða fjöðrin
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra ræðir málin við Halldór Sævar Guðbergsson sem er með leiðsöguhundinn Bono.
 
Birgir Þór og Árni Vill
Lionsfélagar á Húsavík létu sitt ekki eftir liggja í sölunni á rauðu fjöðrinni og m.a voru þeir Birgir Þór Þórðarson og Árni Vilhjálmsson að selja hana í anddyri Garðarsbrautar 5.
 
Árni Vill og Reinhard
Árni Vill nælir hér rauðu fjöðrinni í Reinhard Reynisson.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744